Athygli styrkir Barnaheill - Save the Children á Íslandi

Athygli og Barnaheill undirskrifa samningMeð sérstökum samningi, sem undirritaður var í dag, hefur Athygli ehf. gerst einn samstarfsaðila Barnaheilla og mun fyrirtækið styrkja samtökin með endurgjaldslausu framlagi vegna ímyndar- og kynningarmála á árinu 2007. Samningurinn er liður í þeirri stefnu stjórnar fyrirtækisins að leggja sitt af mörkum til samfélagsmála.

Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla segir þetta samstarf við Athygli afar þýðingarmikið fyrir samtökin: „Við hjá Barnaheillum gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að eiga trúverðug og fagleg samskipti við hagsmunaaðila okkar og við treystum Athygli afar vel til að aðstoða okkur í þeim efnum. Við erum þeim mjög þakklát fyrir þennan góða stuðning."

Valþór Hlöðversson framkvæmdastjóri Athygli segir að með þessu vilji félagið styrkja það mannræktarstarf sem fram fari hjá Barnaheillum. „Það er sérstaklega ánægjulegt að fá að vinna fyrir Barnaheill nú því samtökin eru jafngömul okkar fyrirtæki, stofnuð 1989. Það var einmitt eitt af okkar fyrstu verkefnum að koma Barnaheillum á framfæri við fjölmiðla á sínum tíma."

Frá undirritun styrktarsamnings Athygli við Barnaheill. Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli og Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla undirrita samninginn.

Með sérstökum samningi, sem undirritaður var í dag, hefur Athygli ehf. gerst einn samstarfsaðila Barnaheilla og mun fyrirtækið styrkja samtökin með endurgjaldslausu framlagi vegna ímyndar- og kynningarmála á árinu 2007. Samningurinn er liður í þeirri stefnu stjórnar fyrirtækisins að leggja sitt af mörkum til samfélagsmála.

Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla segir þetta samstarf við Athygli afar þýðingarmikið fyrir samtökin: „Við hjá Barnaheillum gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að eiga trúverðug og fagleg samskipti við hagsmunaaðila okkar og við treystum Athygli afar vel til að aðstoða okkur í þeim efnum. Við erum þeim mjög þakklát fyrir þennan góða stuðning."

Valþór Hlöðversson framkvæmdastjóri Athygli segir að með þessu vilji félagið styrkja það mannræktarstarf sem fram fari hjá Barnaheillum. „Það er sérstaklega ánægjulegt að fá að vinna fyrir Barnaheill nú því samtökin eru jafngömul okkar fyrirtæki, stofnuð 1989. Það var einmitt eitt af okkar fyrstu verkefnum að koma Barnaheillum á framfæri við fjölmiðla á sínum tíma."

Frá undirritun styrktarsamnings Athygli við Barnaheill. Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli og Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla undirrita samninginn.