Aukin hætta á sálrænu tjóni sýrlenskra flóttabarna

Ný umfangsmikil skýrsla Barnaheilla – Save the Children sýnir fram á gífurleg álagseinkenni og andlega vanlíðan barna innan landamæra Sýrlands. Sérfræðingar vara við að sálrænt tjón barnanna geti verið óafturkræft. Nú eru sex ár frá upphafi átakanna í Sýrlandi.

Ný umfangsmikil skýrsla Barnaheilla – Save the Children sýnir fram á gífurleg álagseinkenni og andlega vanlíðan barna innan landamæra Sýrlands. Sérfræðingar vara við að sálrænt tjón barnanna geti verið óafturkræft. Nú eru sex ár frá upphafi átakanna í Sýrlandi.

  • Niðurstöður skýrslunnar sýna að 84% fullorðinna og næstum öll börn telja að áframhaldandi sprengju- og loftárásir séu aðalorsakavaldur andlegs álags í daglegu lífi barna
  • 50% barna segja að þeim finnist þau aldrei eða sjaldan örugg í skólanum og 40% að þeim finnist þau ekki örugg við leik úti, jafnvel ekki við eigin heimili
  • 89% fullorðinna segja að börn hafi orðið hræddari og kvíðnari eftir því sem stríðið hafi dregist meira á langinn
  • 71% segja að börn hafi oftar ósjálfráð þvaglát á almannafæri og pissi oftar undir á nóttunni
  • Mörg börn eiga í talerfiðleikum og missa alfarið hæfileikann til að tala
  • Árásargirni og fíkniefnaneysla hefur aukist og sérfræðingar greina frá aukinni tíðni sjálfskaða hjá börnum allt niður í 12 ára
  • Sérfræðingar segja ástandið komið að þolmörkum; ef stríðinu ljúki ekki fljótlega og börnin fái nauðsynlegan sálfræðistuðning, verði mjög erfitt fyrir þau að vinna úr vandanum á fullorðinsárum

Starfsmenn Barnaheilla – Save the Children og sýrlenskir samstarfsaðilar tóku viðtöl við meira en 450 börn, unglinga og fullorðna innan landamæra Sýrlands við vinnslu skýrslunnar. „Invisible Wounds“ er stærsta rannsókn sinnar tegundar sem gerð hefur verið frá upphafi átakanna. Hún lýsir stöðugri skelfingu barnanna og ótta við sprengju- og loftárásir og áframhaldandi ofbeldi. Afleiðingarnar eru hrikalegar fyrir andlega liðan þeirra.

Sérfræðingar sem talað var við segja að börnin þjáist af einkennum ,eitraðs álags’ (toxic stress), eða afleiðinga af miklu, reglulegu eða langvarandi mótlæti á borð við það hryllilega ofbeldi sem átt hefur sér stað í Sýrlandi. Þetta eru verstu afleiðingar álags sem börn geta upplifað. Slíkar langvarandi aðstæður eru líklegar að hafa áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra út lífið, hefta þroska heilans og annarra líffæra og auka hættu á hjartasjúkdómum, fíkniefnaneyslu, þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum.

Verstu afleiðingar fyrir börnin

Í sk&yac