Ávarp formanns

Kolbrún Baldursdóttir, formaður stjórnar Barnaheilla, skrifar: Blað Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er nú komið út fimmta árið í röð. Í blaðinu eru helstu verkefnum Barnaheilla gerð skil og sagt frá störfum samtakanna.
Markmið Barnaheilla er ávallt að berjast gegn hvers kyns ofbeldi og misrétti gagnvart börnum. Rík áhersla er lögð á að kynna Barnasáttmálann fyrir börnum og foreldrum þeirra, sem og að vekja stjórnvöld til vitundar um ákvæði hans. Það er gert í formi lagaum- sagna þar sem tækifæri gefst til að benda stjórnvöldum á að gæta hagsmuna barna.

Kolbrún Baldursdóttir, formaður BarnaheillaBlað Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er nú komið út fimmta árið í röð. Í blaðinu eru helstu verkefnum Barnaheilla gerð skil og sagt frá störfum samtakanna.
Markmið Barnaheilla er ávallt að berjast gegn hvers kyns ofbeldi og misrétti gagnvart börnum. Rík áhersla er lögð á að kynna Barnasáttmálann fyrir börnum og foreldrum þeirra, sem og að vekja stjórnvöld til vitundar um ákvæði hans. Það er gert í formi lagaum- sagna þar sem tækifæri gefst til að benda stjórnvöldum á að gæta hagsmuna barna.

Af innlendu starfi ber hæst Vináttuverkefni Barnaheilla sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leik- og grunnskóla.Vinátta hefur nú verið innleidd í rúmlega 80 leikskóla og í haust hefst undirbúningur undir innleiðingu þess í grunnskóla. Þetta verkefni hefur þegar sannað gildi sitt. Rannsóknir í Danmörku, þaðan sem verkefnið er upprunnið, hafa einnig leitt í ljós mjög góðan árangur af notkun þess.

Ungmennaráð Barnaheilla hefur undanfarið ár haft mörg járn í eldinum.Við erum stolt af ungmennunum sem veita stjórn og starfsfólki aðstoð við að sjá heiminn frá sjónarhorni barna.

Á hverju ári veita samtökin viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra. Viðurkenninguna hlaut að þessu sinni Þorgrímur Þráinsson rithöfundur sem hefur skrifað fjölmargar barna- og unglingabækur. Þorgrímur heldur árlega fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og jákvætt hugarfar í skólum um allt land. Í blaðinu er áhugavert viðtal við hann.

FÁTÆKT BARNA Á ÍSLANDI

Barnaheill - Save the Children á Íslandi benda reglulega á hvað betur má fara hér á landi þegar kemur að grundvallar mannréttindum og jöfnuði. Mannréttindi eiga hvorki að vera háð efnahag né völdum. Samkvæmt opinberum tölum er talið að foreldrar um níu þúsund barna séu undir lágtekjumörkum sem er með öllu óásættanlegt. Þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum eins og skólagöngu, verður að tryggja að börn sitji við sama borð óháð efnahagsstöðu foreldra þeirra. Í baráttu gegn misrétti á þessu sviði hafa Barnaheill skorað á stjórnvöld að tryggja að grunnskólar landsins verði gjaldfrjálsir og heimili ekki krafin um kaup á námsgögnum. Undirskriftasöfnun fylgdi eftir áskoruninni og söfnuðust yfir fimm þúsund undirskriftir.

Ríkisvaldið og sveitarstjórnir bera aðalábyrgð? þegar kemur að sanngjarnri dreifingu fjármagns til að jöfnuður megi ríkja. Staðreyndin er hins vegar sú að þa&et