Bætum framtíð barna í Kambódíu

SSrey Mabrey Mab er 13 ára gömul og býr í Veal Bompong þorpi í Kampong Cham sýslu í Kambódíu. Sveitin hennar er mjög afskekkt og þar eru allir bláfátækir. Aðeins eru 10 ár síðan friður komst á í héraðinu, en stríð ríkti í Kambódíu í 30 ár. Mab er nú í 1. bekk og hóf skólagöngu sína í október 2007 þegar skólinn í þorpinu hennar var tilbúinn.

SSrey Mabrey Mab er 13 ára gömul og býr í Veal Bompong þorpi í Kampong Cham sýslu í Kambódíu. Sveitin hennar er mjög afskekkt og þar eru allir bláfátækir. Aðeins eru 10 ár síðan friður komst á í héraðinu, en stríð ríkti í Kambódíu í 30 ár. Mab er nú í 1. bekk og hóf skólagöngu sína í október 2007 þegar skólinn í þorpinu hennar var tilbúinn.Skólinn var byggður fyrir fjármagn frá Barnaheillum- Save the Children á Íslandi. Með henni í skóla eru 238 börn og flest þeirra voru ekki í skóla áður. Mab og skólasystkini hennar eru fyrsta kynslóðin í meira en 40 ár sem eiga kost á skólagöngu í Veal Bompong.

Alla morgna vaknar Mab klukkan 6 og vinnur bústörf fyrir bændur í sveitinni til að afla tekna fyrir fjölskyldu sína. Hún er í skóla frá 13-17 sex daga vikunnar og á sunnudögum vinnur hún allan daginn bústörf fyrir aðra. Hún reynir að nota kvöldin til að læra, en það er erfitt þar sem ekkert rafmagn er í þorpinu og það dimmir snemma. Mab er mjög ánægð í skólanum, henni finnst byggingin svo falleg og henni líður vel þar. Hana langar til að verða kennari í skólanum sínum þegar hún verður stór.
Sjá einnig
 visir.is

 braedur.jpg

Bræðurnir Rin Sok Kourng og Rin Sok Keong búa einnig í Veal Bompong þorpi. Þeir eru 13  og 10 ára og eru báðir í fyrsta bekk. Eins og Mab hófu þeir skólagöngu á síðasta ári. Móðir þeirra lést fyrir tveimur mánuðum og faðir þeirra er farinn. Þeir búa því hjá munkunum í þorpinu. Þeir eru mjög daprir eftir móðurmissinn, en þeim finnst skólinn skipta máli og þeim langar til að verða kennarar og kenna í skólanum sínum í Veal Bompong. 

Mab, Kourng og Keong eru fulltrúar 37 milljón barna víða um heim sem hafa ekki fengið menntun vegna stríðsátaka og fátæktar. Það kostar aðeins 1.000 kr.á mánuði að veita sérhverju þessara barna