Bætum framtíð barna í stríðshrjáðum löndum ?Menntun og friður

Málþing Barnaheilla verður haldið í Snælandsskóla í Kópavogi miðvikudaginn 12. mars  kl. 14-16:30

Tilgangur málþingsins er að vekja athygli á aðstæðum barna í stríðshrjáðum löndum. Til umræðu verður hvernig menntun getur stuðlað að friði og hvað Íslendingar geta lagt að mörkum í þessum málum.Málþingið er haldið í samvinnu við Snælandsskóla og munu nemendur 8. bekkjar kynna verkefni um menntun og frið sem þeir hafa unnið að undanfarnar vikur. Einnig munu verða flutt stutt erindi. Meðal gesta verður frú Vigdís Finnbogadóttir.Fundarstjóri verður Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Málþingið er öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir. Skráning fer fram á netfanginu:birna@barnaheill.isMálþing Barnaheilla verður haldið í Snælandsskóla í Kópavogi miðvikudaginn 12. mars  kl. 14-16:30

Tilgangur málþingsins er að vekja athygli á aðstæðum barna í stríðshrjáðum löndum. Til umræðu verður hvernig menntun getur stuðlað að friði og hvað Íslendingar geta lagt að mörkum í þessum málum.Málþingið er haldið í samvinnu við Snælandsskóla og munu nemendur 8. bekkjar kynna verkefni um menntun og frið sem þeir hafa unnið að undanfarnar vikur. Einnig munu verða flutt stutt erindi. Meðal gesta verður frú Vigdís Finnbogadóttir.Fundarstjóri verður Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Málþingið er öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir. Skráning fer fram á netfanginu:birna@barnaheill.is

Um 72 milljónir barna víða um heim eru án skólagöngu og um helmingur þeirra, eða 36 milljónir barna, búa í löndum þar sem átök ríkja eða hafa ríkt. Hins vegar eru framlög ríkra þjóða til menntunar barna í stríðshrjáðum löndum einungis fimmtungur af heildarframlögum þeirra til menntunarmála í fátækum löndum. Alþjóðasamtök  Barnaheilla, Save the Children hafa gert 12. mars 2008 að alþjóðlegum kynningardegi samtakanna þar sem ýtt er úr vör hnattrænni umræðu um mikilvægi menntunar fyrir börn í stríðshrjáðum löndum og hvernig menntun getur stuðlað að friði. Barnaheill vilja að réttur barna til menntunar verði hluti af friðarviðræðum og friðarsamningum í framtíðinni og að skólar verði friðarsvæði í átökum. Málþingið tengist alþjóðaverkefni Barnaheilla,Bætum framtíð barna ( e. Rewrite the Future) sem miðar af því að bæta framtíð barna í stríðshrjáðum löndum með gæðamenntun. 

 

Samstarfsaðilar vegna málþingsins:
snaelandsskoli.jpghi.jpga-hus.jpg

Bakhjarlar Barnaheilla:

icelandair_group_150px.jpglogo_athygli.jpg