Bætum menntun barna í Norður - Úganda!

ÚgandaBarnaheill - Save the Children vinna að því að bæta aðstæður barna í Norður- Úganda, en stríðsátök þar sl. 20 ár hafa haft mikil áhrif á líf tugþúsunda barna. Börnin hafa verið berskjölduð fyrir ofbeldi og misnotkun og fjöldi þeirra hefur misst af skólagöngu svo árum skiptir. Mörg barnanna hafa þurft að flýja heimili sín og hafa dvalið í flóttamannabúðum í fleiri ár. Eitt af því sem einkennir átökin í Norður-Úganda er að fjölda barna hefur verið rænt af uppreisnarhernum LRA (Lord's Resistance Army) og þau verið neydd í hermennsku.

Barnaheill - Save the Children vinna að því að bæta aðstæður barna í Norður- Úganda, en stríðsátök þar sl. 20 ár hafa haft mikil áhrif á líf tugþúsunda barna. Börnin hafa verið berskjölduð fyrir ofbeldi og misnotkun og fjöldi þeirra hefur misst af skólagöngu svo árum skiptir. Mörg barnanna hafa þurft að flýja heimili sín og hafa dvalið í flóttamannabúðum í fleiri ár. Eitt af því sem einkennir átökin í Norður-Úganda er að fjölda barna hefur verið rænt af uppreisnarhernum LRA (Lord's Resistance Army) og þau verið neydd í hermennsku.

Barnaheill - Save the Children hafa starfað í Úganda frá árinu 1990. Samtökin vinna m.a. að því að veita börnum vernd og menntun og að hjálpa barnahermönnum að aðlagast samfélagi sínu að nýju. Barnaheill í Úganda vinna náið með stjórnvöldum og heimamönnum við að byggja upp mennta- og heilbrigðiskerfi í norðurhluta landsins.

Meðal langtímaverkefna Barnaheilla í Úganda er að veita 260.000 börnum á stríðshrjáðum svæðum landsins gæðamenntun fyrir árið 2010. Verkefnið, sem hófst árið 2005, er hluti af alþjóðaverkefni samtakanna "Bætum framtíð barna" (e. Rewrite the Future)

Skólakerfið í Norður-Úganda hefur verið í molum vegna stríðsátakanna. Sem dæmi má nefna að árið 2004 voru 63% af skólum á svæðinu ekki lengur í notkun og u.þ.b. 500.000 börn sóttu skóla í miðstöðvum sem settar voru á fót fyrir börn flóttamanna. Hlutfall barna sem ljúka grunnmenntun er lágt eða allt að 26%. Um 46,8 % sex ára barna eru ekki innrituð í skóla og stórt hlutfall barna í öðrum aldurshópum sækja ekki skóla. Úttekt sem Barnaheill-Save the Children í Úganda og opinber starfshópur unnu í sameiningu á aðstæðum í norðurhluta landsins leiddi í ljós mikla vöntun á viðunandi kennsluaðstöðu og hæfum kennurum.

Barnaheill á Íslandi vilja "bæta framtíð barna" í Norður- Úganda og styðja verkefni þar sem miðar að því að auka skólaaðgang og bæta gæði menntunar 35.000 barna í 20 skólum fram til ársins 2010. Áhersla er lögð á að ná til barna sem ekki eru í skóla, að bæta kennsluaðferðir og kennsluumhverfi og að styðja yfirvöld í því að vernda börn á átakasvæðum gegn ofbeldi og misnotkun. Við stefnum á að leggja 15 milljónir á ári í þetta mikilvæga starf í þágu barna í Norður-Úganda. 

Við leitum eftir stuðningi þínum! Hægt er að hringja í styrktarsíma Barnaheilla, 907 1900 og gjaldfærast þá 1.900 krónur á símareikning þinn Einnig er hægt að leggja