Bann við að beita börn líkamlegum og andlegum refsingum, lögfest á Íslandi

Barnaheill - Save the Children, á Íslandi fagna því að Alþingi samþykkti í morgun frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur og meðflytjenda hennar um að óheimilt og refsivert sé að beita börn líkamlegum og andlegum refsingum. Ástæðan fyrir frumvarpinu, er að sögn Kolbrúnar, dómur þar sem karlmaður var sýknaður af ákæru um að hafa rassskellt tvö börn sem voru þá sex ára og fjögurra ára gömul.

Barnaheill - Save the Children, á Íslandi fagna því að Alþingi samþykkti í morgun frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur og meðflytjenda hennar um að óheimilt og refsivert sé að beita börn líkamlegum og andlegum refsingum. Ástæðan fyrir frumvarpinu, er að sögn Kolbrúnar, hæstaréttardómur þar sem karlmaður var sýknaður af ákæru um að hafa rassskellt tvö börn sem voru þá sex ára og fjögurra ára gömul. Barnaheill gerðu athugasemdir við dóminn frá 22. janúar sl. þar sem maður hafði ítrekað beitt tvo drengi, 4 og 6 ára líkamlegum refsingum með því að flengja þá. Samtökin lögðu áherslu á að flengingar og aðrar líkamlegar refsingar væru ekki uppeldisaðferð, heldur ofbeldi á börnum. Íslensk stjórnvöld hafa staðfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er skýrt á að börn skuli njóta verndar gegn öllu ofbeldi, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu (19. grein). Enn fremur er kveðið á um að börn megi ekki beita ómannúðlegri meðferð eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu (39. grein). Dómurinn sem hér um ræðir var því að mati Barnaheilla brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Barnaheill leggja áherslu á að í íslenskum lögum sé tekinn af allur vafi á að líkamlegar og andlegar refsingar séu óheimilar og fagna þvi að umrætt frumvarp sé nú orðið að lögum.