Barátta gegn kynferðislegt ofbeldi gegn börnum- þriðja alheimsráðstefnan haldin í Ríó de Janeiró

Þriðja heimsráðstefnan um baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, var haldin í Ríó de Janeiró Brasilíu, 25- 28. nóvember 2008. Meira en 3000 þátttakendur víðs vegar að úr heiminum sóttu ráðstefnuna.  Ein af þeim samtökum sem létu til sín taka á ráðstefnunni eru INHOPE- samtökin, sem Barnaheill eru aðili að. Ráðstefnan er mikilvægt tækifæri til að endurnýja alþjóðlegar samþykktir í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Enn fremur til að finna nýjar leiðir til að berjast gegn markaðs- og kynlífsvæðingu á börnum.

Þriðja heimsráðstefnan um baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, var haldin í Ríó de Janeiró Brasilíu, 25- 28. nóvember 2008Meira en 3000 þátttakendur víðs vegar að úr heiminum sóttu ráðstefnuna.  Ein af þeim samtökum sem létu til sín taka á ráðstefnunni eru INHOPE- samtökin, sem Barnaheill eru aðili að. Ráðstefnan er mikilvægt tækifæri til að endurnýja alþjóðlegar samþykktir í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Enn fremur til að finna nýjar leiðir til að berjast gegn markaðs- og kynlífsvæðingu á börnum.

Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er alþjóðegt vandamál. Þegar um er að ræða myndbirtingu þar sem börn eru sýnd á kynferðsilegarn eða klámfengin hátt s.s. á Netinu skiptir samvinna og samstarf þjóða heims miklu máli. Samvinna við netþjónustuaðila til að rekja slóð efnis og uppræta það skiptir miklu máli svo og samvinna við lögregluyfirvöld við að finna fórnarlömbin og koma þeim til hjálpar.

Ein af þeim samtökum sem létu til sín taka á ráðstefnunni eru INHOPE- samtökin, sem Barnaheill eru aðili að. INHOPE eru regnhlífarsamtök aðila sem berjast gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og myndbirtingum á Netinu, þar sem börn eru sýnd á kynferðilsegan eða klámfenginn hátt. Samtök innan INHOPE reka ábendingalínur þar sem fólk getur tilkynnt ef það verður vart við slíkt efni. Á ráðstefnunni hafa INHOPE sérstaklega vakið athygli á mikilvægi öruggrar netnotkunar og bent á leiðir til slíks. Á árinu 2007 komu 93.000 ábendingar á mánuði til samtaka innan INHOPE og vegna samvinnu við lögregluyfirvöld hefur tekist að uppræta barnaklámhringi og finna aðila sem voru með slíkt efni í fórum sínum.

Ráðstefnan er mikilvægt tækifæri til að endurnýja alþjóðlegar samþykktir í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Enn fremur til að finna nýjar leiðir til að berjast gegn markaðs-og kynlífsvæðingu á börnum.

"The project is co-funded by the European Union, through the Safer Internet plus programme". For more information visit: http://ec.europa.eu/saferinternet