Baráttudagur gegn einelti er í dag

logo_gegneineltiBarnaheill – Save the Children á Íslandi undirrita í dag, á baráttudegi gegn einelti, „Þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti“. Undirritunin fer fram í Höfða kl. 12:15. Það er verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti sem stendur að þessum verkefnum en hana skipa fulltrúar fjármálaráðuneytis,  mennta- og menningarmálaráðuneytis og  velferðarráðuneytis.

logo_gegneineltiBarnaheill – Save the Children á Íslandi undirrita í dag, á baráttudegi gegn einelti, „Þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti“. Undirritunin fer fram í Höfða kl. 12:15. Það er verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti sem stendur að þessum verkefnum en hana skipa fulltrúar fjármálaráðuneytis,  mennta- og menningarmálaráðuneytis og  velferðarráðuneytis.

Verkefnisstjórnin var skipuð í kjölfarið á útgáfu greinargerðar um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum sem kom út í júní 2010. Hún ákvað að blása til baráttudags gegn einelti 8. nóvember og af því tilefni opnar heimasíðan gegneinelti.is. Þar gefst almenningi kostur á að undirrita „Þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti“.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er verndari átaksins en Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, munu undirrita sáttmálann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Fjöldi félaga og samtaka undirrita sáttmálann, þ. á m. Barnaheill – Save the Children á Íslandi en auk þeirra munu Jón Gnarr borgarstjóri og fulltrúi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga undirrita hann.  

Heyrumst_logo_2Barnaheill – Save the Children á Íslandi berjast fyrir rétti barna til verndar gegn hverskyns ofbeldi, þ.m.t. einelti. Á vefsíðunum, verndumborn.is og heyrumst.is, geta börn fengið fræðslu og upplýsingar um einelti og það hvert þau eigi að snúa sér. Samtökin hvetja alla til að taka höndum saman og helga 8. nóvember baráttunni gegn einelti. Einelti spyr ekki um aldur, þjóðfélagshópa  eða kyn og það þrífst alls staðar þar sem það fær að viðgangast. Ábyrgð okkar allra er því mikil og það er okkar að vinda bug að þessu þjóðfélagsmeini.

Hér að neðan fylgir texti þjóðarsáttmálans:
Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar. Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Við munum sérstaklega gæta réttar barna og ungmenna sem og allra hópa sem eiga sér hvorki málsvara né sterka rödd. Við munum öll, hvert á okkar sviði, skuldbinda okkur til að hafa áhrif til góðs á nánasta umhverfi okkar. Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til að