Barnaheill afhjúpa minnisvarðann ?Rósina? við hátíðlega athöfn

afhjupun.jpg Barnaheill, Save the Children, á Íslandi afhjúpuðu í dag minnisvarðann “Rósina” við hátíðlega athöfn. Rósin er alþjóðlegt minnismerki óþekkta barnsins um von og trú og er ætlað að vera sameiningartákn fyrir börn á Íslandi og börn um allan heim. Rósinni er ætlað að vera staður þar sem börn koma saman til að minna á réttindi sín og til að heiðra minningu barna um allan heim sem látist hafa af sjúkdómum, af slysförum, af illri meðferð eða í stríðsátökum.

 Barnaheill, Save the Children, á Íslandi afhjúpuðu í dag minnisvarðann “Rósina” við hátíðlega athöfn. Rósin er alþjóðlegt minnismerki óþekkta barnsins um von og trú og er ætlað að vera sameiningartákn fyrir börn á Íslandi og börn um allan heim. Rósinni er ætlað að vera staður þar sem börn koma saman til að minna á réttindi sín og til að heiðra minningu barna um allan heim sem látist hafa af sjúkdómum, af slysförum, af illri meðferð eða í stríðsátökum.

Helgi Ágústsson formaður Barnheilla hélt ávarp og sagði hann m.a. að tryggja ætti öllum börnum öruggt líf og að virða ætti réttindi þeirra, hvar sem þau búa í heiminum.

Minnisvarðinn ”Rósin” er gerður í samstarfi við samtökin “Roses for Children”og voru forsvarsmenn samtakanna, Mirjam van Oort og Sil Van Oort, viðstaddar afhjúpunina og héldu ræðu af því tilefni. Þær sögðu meðal annars að markmið minnisvarðans væri að auka skilning á því að börn eigi að njóta réttlætis og búa við jöfn tækifæri, hvar sem er í heiminum. Minnisvarðinn er staður þar sem hægt er að koma saman og heiðra minningu barna, hugsa um sorgina og líta til baka á líf þessarra barna.

”Roses for Children” hafa komið hafa upp sambærilegum minnisvörðum víða um heim og eru samtökin hluti af stofnun Hermann Van Veen Foundation sem, líkt og Barnaheill, helgar sig réttindum barna. Bæði samtökin vinna að því að börn njóti réttlætis, án mismununar vegna kynþáttar, trúar eða þjóðernis og þau búi við kærleika, skilning öryggi innan sinnar fjölskyldu og í sínu hversdagslega umhverfi.

Frú Vigdís Finnbogadóttir  afhjúpaði verkið ásamt Særúnu Baldursdóttur og Ívari Eiðssyni frá ungmennaráði Barnaheilla. Kór Laugarnesskóla söng þrjú lög við athöfnina.

Fjölmargir aðilar hafa komið að framkvæmd minnisvarðans og hafa allir gefið vinnu sína. Þessir aðilar eru:

S. Helgason – Steinsmiðja

Járnsmiðjan Óðinn J

Jón Stefán Kristjánsson þýddi ljóðið sem prýðir minnisvarðann.

Samstarfsaðilar verkefnisins eru:

Umvherfissvið Reykjavíkurborgar og Menntamálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra Til baka