Barnaheill fá 10 milljón króna styrk frá Utanríkisráðuneytinu

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi fengu nýverið 10 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til menntaverkefnis samtakanna í Norður – Úganda.

Verkefnið sem Barnaheill á Íslandi styðja miðar að því að auka skólaaðgang og bæta gæði menntunar 35 þúsund barna í 20 skólum í Pader héraði til ársins 2010.

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi fengu nýverið 10 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til menntaverkefnis samtakanna í Norður – Úganda.

Verkefnið sem Barnaheill á Íslandi styðja miðar að því að auka skólaaðgang og bæta gæði menntunar 35 þúsund barna í 20 skólum í Pader héraði til ársins 2010.

Stríðsátök í Norður-Úganda hafa sl. 20 ár hafa komið í veg fyrir menntun fjölda barna og er ástandið sérstaklega slæmt í Pader héraði, þar sem fjöldi fólk hefur þurft að flýja heimili sín og stór hluti barna er ekki í skóla.

Barnaheill, Save the Children hafa starfað í Úganda frá árinu 1990 og vinna náið með stjórnvöldum og heimamönnum við að byggja upp mennta- og heilbrigðiskerfi í norðurhluta landsins. Samtökin veita börnum vernd og menntun og að hjálpa barnahermönnum að aðlagast samfélagi sínu að nýju. Meðal langtímaverkefna samtakanna er að veita 260.000 börnum á stríðshrjáðum svæðum Úganda gæðamenntun fyrir árið 2010.  Verkefnið er hluti af alþjóðaverkefni Barnaheilla, Save the Children “Bætum framtíð barna” (e. Rewrite the Future) sem hófst árið 2005 og miðar að því að veita átta milljónum barna í 20 stríðshrjáðum löndum menntun og betra líf fyrir árið 2010.

Barnaheill á Íslandi hófu að styðja menntun barna í Norður- Úganda á síðasta ári og munu leggja til 16 milljónir á ári fram til ársins 2010.  Sérstök áhersla er lögð á að ná til barna sem ekki eru í skóla og þá sérstaklega stúlkna. Að bæta kennsluumhverfi, m.a. með byggingu skóla og að bæta kennsluaðferðir m.a. með þjálfunarnámskeiðum fyrir kennara.

Barnaheill þakka utanríkisráðuneytinu kærlega fyrir mikilvægan stuðning við menntun barna í Norður-Úganda.

Nánari upplýsingar um verkefni Barnaheilla í Norður –Úganda er að finna hér.