Barnaheill fá eina milljón úr þróunarsjóði innflytjendamála

Barnaheill fengu eina milljón úr þróunarsjóði innflytjendamála. Alls voru veittir 17 styrkir úr þróunarsjóðnum og afhenti Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra styrkina að loknu málþingi um málefni innflytjenda þ. 11 janúar sl.

Barnaheill fengu eina milljón úr þróunarsjóði innflytjendamála. Alls voru veittir 17 styrkir úr þróunarsjóðnum og afhenti Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra styrkina að loknu málþingi um málefni innflytjenda þ. 11 janúar sl.

Barnaheill hlutu styrk til verkefnisins Barna- og unglingalína. Markmið verkefnisins er að veita börnum, íslenskum og erlendum, aðgang að síma- og netlínu þar sem þau geta á auðveldan hátt tjáð skoðanir sínar og líðan. Svörun verður á íslensku og tungumálum fjölmennustu innflytjendahópa. Verkefnið er sem hugsað er sem þróunarverkefni til þriggja ára. Með þessu framtaki vilja Barnaheill að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi, en samkvæmt 12. og 13. grein Barnasáttmálans eiga börn rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og tjá tilfinningar sínar og sjónarmið og þau eiga rétt á að leita sér upplýsinga og koma þeim á framfæri. Þær hjálparlínur sem starfandi eru á landinu beinast fyrst og fremst að fullorðnu fólki og mun barna-og unglingalína Barnaheilla vera sérsniðin að þörfum barna þ.á.m. barna innflytjenda. Barnaheill eru komin vel á veg með skipulagninu og eru að leita eftir fjármagni í þetta mikilvæga verkefni. Barnaheill þakka Félags- og tryggingamálaráðuneyti kærlega fyrir mikilvægan stuðning