Barnaheill færa Barnaspítala Hringsins 2 milljónir króna

Barnaheill, Save the Children á Íslandi, færðu Barnaspítala Hringsins tvær milljónir króna að gjöf 16. júní sl. Fénu er ætlað að styrkja leik- og tómstundaaðstöðu barna sem þar njóta læknisaðstoðar og aðhlynningar.

Barnaheill, Save the Children á Íslandi, færðu Barnaspítala Hringsins tvær milljónir króna að gjöf 16. júní sl. Fénu er ætlað að styrkja leik- og tómstundaaðstöðu barna sem þar njóta læknisaðstoðar og aðhlynningar.

Magnús Ólafsson sviðsstjóri segir að framlagið muni veita starfsfólki og börnum sem dvelja á spítalanum ný tækifæri. „Við erum afar þakklát fyrir þessa gjöf. Peningarnir fara í uppbyggingu á leikstofustarfinu hér. Við fáum nú meira svigrúm til að þróa starfið og þá þjónustu sem veitt er í leik- og tómstundaaðstöðunni.“
Guðbjörg Björnsdóttir, formaður stjórnar Barnaheilla, segir að samtökin fagni og gleðjist yfir opnun Barnaspítalans eins og allir landsmenn. „Þessi áfangi tryggir enn betur en áður að öll börn megi lifa og þroskast, eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Barnaheilla vonar að þessi stuðningur samtakanna komi sér vel og að börnin og ungmennin muni njóta þeirra stunda sem gefast til leikja og tómstunda.“