Barnaheill fagna ?kv?r?un stj?rnvalda um aukna ?j?nustu vi? b?rn og ungmenni me? heg?unar- og ge?ras

Barnaheill fagna þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að verja 150 milljónum króna á næstu 18 mánuðum til að auka þjónustu við börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir.

Ákvörðun heilbrigðisráðherra er tekin í nánu samstarfi við fagaðila en jafnframt er gert ráð fyrir að í upphafi næsta árs liggi fyrir fyrir úttekt á starfsemi BUGL og á grundvelli hennar verði teknar ákvarðanir um framtíðarskipulag og rekstrarform deildarinnar. Sjá nánar hér.

Barnaheill vona að þetta verði til þess að biðlistar við Barna- og unglingadeild LSH hverfa sem allra fyrst, en 167 börn bíða nú eftir aðstoð. Samkvæmt áætlun heilbrigðisráðherra er stefnt að því að auka aðgengi barna og unglinga að þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga í geðheilbrigðisþjónustu og að auka samvinnu þeirra sem veita þessum hópi þjónustu.

Þess má geta að Barnaheill afhentu Barna- og unglingageðdeild LSH 10 milljónir á síðasta ári sem söfnuðust á fjáröflunarkvöldverði sem samtökin héldu. Með söfnuninni vildu Barnaheill leggja sitt af mörkum til þess að börn sem þurfa aðstoð vegna hegðunarörðugleika og geðraskana fái þá aðstoð sem þau þurfa.

Sjá nánari upplýsingar um áætlun heilbrigðisráðherra hér.

 

Barnaheill fagna þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að verja 150 milljónum króna á næstu 18 mánuðum til að auka þjónustu við börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir. 

Ákvörðun heilbrigðisráðherra er tekin í nánu samstarfi við fagaðila en jafnframt er gert ráð fyrir að í upphafi næsta árs liggi fyrir fyrir úttekt á starfsemi BUGL og á grundvelli hennar verði teknar ákvarðanir um framtíðarskipulag og rekstrarform deildarinnar. 

Barnaheill vona að þetta verði til þess að biðlistar við Barna- og unglingadeild LSH hverfa sem allra fyrst, en 167 börn bíða nú eftir aðstoð. Samkvæmt áætlun heilbrigðisráðherra er stefnt að því að auka aðgengi barna og unglinga að þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga í geðheilbrigðisþjónustu og að auka samvinnu þeirra sem veita þessum hópi þjónustu. 

Þess má geta að Barnaheill afhentu Barna- og unglingageðdeild LSH 10 milljónir á síðasta ári sem söfnuðust á fjáröflunarkvöldverði sem samtökin héldu. Með söfnuninni vildu Barnaheill leggja sitt af mörkum til þess að börn sem þurfa aðstoð vegna hegðunarörðugleika og geðraskana fái þá aðstoð sem þau þurfa.