Barnaheill fengu styrk úr Samfélagsisjóði Alcan

Barnaheill hlutu 250.000 krónur styrk úr Samfélagssjóði Alcan er úthlutað var úr sjóðnum í lok september sl.

Barnaheill hlutu 250.000 krónur styrk úr Samfélagssjóði Alcan er úthlutað var úr sjóðnum í lok september sl.

Styrkurinn var veittur fyrir verkefnið Verndum börn gegn ofbeldi. Um er að ræða vefsíðu fyrir foreldra og starfstéttir sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra. Á vefsíðunni eru upplýsingar um einkenni og afleiðingar ofbeldis og vanrækslu og hvað beri að gera ef fólk grunar að barn hafi orðið fyrir slíku. Í umræðum hefur glögglega komið fram óöryggi og vanmáttur starfandi stétta og hvað þessi mál varðar og mun vefsíðan vonandi verða til að bæta við þekkingu.Vefsíðan verður kynnt á málþingi Barnaheilla þann 20. október á Alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi. Málþingið hefst kl. 1330 og er haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Barnaheill þakka Alcan fyrir veittan stuðning.