Barnaheill hljóta styrk frá F&F og Hagkaup

Olga Gunnarsdóttir t.v., rekstrarstjóri F&F afhendir Ernu Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla…
Olga Gunnarsdóttir t.v., rekstrarstjóri F&F afhendir Ernu Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla, styrkinn.

Fyrir stuttu afhentu F&F og Hagkaup Barnaheillum – Save the Children á Íslandi styrk í tengslum við fjáröflunarátakið Jólapeysuna til stuðnings verkefna samtakanna í þágu sýrlenskra barna. Verslanirnar lögðu fjáröflunarátakinu lið með því að gefa 10% af söluandvirði jólapeysa til átaksins. Upphæð styrksins, sem rennur óskipt til verkefnisins, nam 834.413 krónum.

Jólapeysan er fjáröflunarátak Barnaheilla þar sem safnað er fyrir betri heimi fyrir sýrlensk börn. Nú þegar sjö ár eru liðin frá upphafi Sýrlandsstríðsins hafa milljónir barna mátt þola miklar hörmungar og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Mörg þessra barna búa í flóttamanabúðum í Jórdaníu.

Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla segir að styrkurinn komi sér mjög vel: „Við erum mjög þakklát fyrir þennan höfðinglega stuðning frá F&F og Hagkaup. Sá raunveruleiki sem fjöldi sýrlenskra barna býr við er skelfilegur og stuðningur getur skipt sköpum. Við erum að styrkja verkefni sem snýr að vernd barna gegn ofbeldi sem og sálfélagslegum stuðningi en mörg þessara barna þjást af áfallastreitu.“

„Hjá F&F fundum við fyrir mikilli ánægju meðal okkar viðskiptavina að geta styrkt gott málefni um leið og þeir fengu jólapeysur,“ segir Olga Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri F&F.

Börnin sem njóta þessa ómetanlega stuðnings dvelja í Za‘atari flóttamannabúðunum í Jórdaníu.