Velferðarráðuneytið veitti Barnaheillum og fjölmörgum öðrum félagasamtökum styrki þann 23. febrúar við hátíðlega athöfn og er myndin tekin við það tækifæri. Ljósm. velferðarráðuneytið.
Þann 23. febrúar veitti velferðarráðuneytið Barnaheillum – Save the Children á Íslandi styrk til verkefna samtakanna á sviði velferðar- og félagsmála og 26. febrúar hlutu samtökin styrk frá velferðarráði Reykjavíkurborgar til verkefna á sviði velferðarmála.
Styrkur velferðarráðuneytisins var afhentur við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. Við það tækifæri flutti Nanna Kristjánsdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Barnaheilla, ávarp. Velferðarráð Reykjavíkurborgar bauð til móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs og Ilmur Kristjánsdóttir, formaður styrkjanefndar, afhentu styrkinn.
Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi veitti stykjunum viðtöku. Samtökin eru gríðarlega þakklát fyrir þennan ómentanlega stuðning í því mikilvæga starfi að stuðla að velferð barna og gæta réttinda þeirra.

Nanna Kristjánsdóttir fulltrúi í ungmennaráði Barnaheilla
flytur ávarp í Hannesarholti. Ljósm. Erna Reynisdóttir.