Barnaheill kalla eftir þátttöku foreldra!

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að gerð og útgáfu fræðsluefnis fyrir foreldra um jákvæðar uppeldisaðferðir. Samtökin telja mikilvægt að eiga samtal við foreldra um jákvæðar uppeldisaðferðir svo fræðsluefnið komi sem best á móts við þær þarfir og áskoranir sem foreldrar og börn eru að takast á við í nútímasamfélagi.

20 foreldrum er boðið til þátttöku þar sem ræddar eru aðferðir sem þeir nýta í foreldrahlutverkinu og öllum gefst kostur á að koma á framfæri þeim hugmyndum sem þeir hafa um hvað foreldrar þurfi fræðslu um til stuðnings í uppeldishlutverkinu. Vinnustofan fer fram á skrifstofu Barnaheilla, Fákafeni 9, 2. hæð, miðvikudaginn 15. júní kl. 16:00-19:00. Einnig verður boðið upp á netfund fyrir þá foreldra sem ekki komast á staðinn.

 

Þóra Gréta Pálmarsdóttir, foreldra- og uppeldisfræðari, mun vera Barnaheillum til aðstoðar við gerð fræðsluefnisins og tekur þátt í vinnustofunni.

Barnaheill hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllum sínum verkefnum og því verða réttindi barna í forgrunni í fræðsluefninu. Samtökin hafa um árabil hvatt til þess að foreldrafræðsla sé aðgengileg öllum foreldrum og vilja því stuðla að því að svo verði með því að bjóða upp á foreldrafræðslu.
 
 
Vinnustofan er styrkt af Uppbyggingarsjóði EES ríkjanna (Active citizens fund) og er hluti af samstarfsverkefni Barnaheilla - Save the Children í Litháen og Barnaheilla - Save the Children á Íslandi