Barnaheill kynna Heyrumst.is á sýningunni Netið 2010

Barnaheill voru með kynningarbás í samstarfi við SAFT og Lýðheilsustöð á sýningunni Netið 2010 um liðna helgi. Barnaheill kynnti m.a. Heyrumst.is, ábendingalínuna og vefsíðuna www.barnaheill.is/verndumborn.

.

Barnaheill voru með kynningarbás í samstarfi við SAFT og Lýðheilsustöð á sýningunni Netið 2010 um liðna helgi. Barnaheill kynnti m.a. Heyrumst.is, ábendingalínuna og vefsíðuna www.barnaheill.is/verndumborn.

Fulltrúar úr ungmennaráði Barnaheilla og ungmennaráði SAFT stóðu vaktina í básnum ásamt starfsmönnum samtakanna. Sem fyrr segir kynnti Barnaheill m.a. Heyrumst.is, ábendingalínuna og vefsíðuna www.barnaheill.is/verndumborn. Netið er vaxandi þjónustu-, samskipta- og viðskiptamiðill þar sem öryggi og traust milli neytenda og þjónustuaðila verður sífellt mikilvægari. Á sýningunni voru kynntar spennandi nýjungar á netmarkaðnum, nokkur sprotafyrirtæki kynntu afurðir sína og sýndu fram á hvernig lítil hugmynd hefur orðið til þess að fyrirtækin eiga nú í viðskiptum út um allan heim.Ríflega þrjátíu fyrirtæki tóku þátt í sýningunni sem haldin var í Vetrargarðinum í Smáralind. Markmið sýningarinnar var að kynna nýjungar, þjónustu og möguleika sem eru í boði á íslenskum netmarkaði.