Barnaheill leita eftir sérfræðingi í fræðslu og forvörnum

Barnaheill – Save the Children á Íslandi leita að starfsmanni í forvarna- og fræðslustarf samtakanna.

Helstu verkefni:

• Skipulag, umsjón og framkvæmd fræðslu, námskeiða og fyrirlestra forvarnaverkefna samtakanna gegn ofbeldi á börnum s.s. Vináttu og Verndara barna.
• Þátttaka í þróun forvarna- og fræðslustarfs samtakanna
• Samskipti við skóla og frístundaheimili vegna fræðslu og kynninga
• Greinaskrif og miðlun upplýsinga
• Önnur tilfallandi störf tengd innlendum verkefnum samtakanna

Helstu hæfnikröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. félagsráðgjöf, uppeldisfræði, kennslufræði, sálfræði, kynjafræði, tómstundafræði eða aðrar sambærilegar greinar.
  • Afburðarhæfni í mannlegum samskiptum
  • Framúrskarandi hæfni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Óbilandi áhugi á málefnum barna og velferð þeirra
  • Reynsla af starfi með börnum eða málefnum tengdum þeim er kostur
  • Þekking á barnaverndarmálum kostur
  • Þekking á mannréttindum barna er kostur
  • Kostur ef viðkomandi hefur unnið með Vináttuverkefni Barnaheilla og/eða setið námskeið Verndara barna

Starfsmaðurinn þarf að vera með hreint sakavottorð og verður að gangast við öllum þeim starfs- og siðareglum sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sett sér og koma fram á vefsíðu samtakanna sem og barnaverndarstefnu samtakanna.

Skrifstofa Barnaheilla er fjölskylduvænn vinnustaður, staðsett miðsvæðis í Reykjavík. Starfsmenn Barnaheilla eru einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn og áhersla er lögð á góðan starfsanda. Leitast er við að starfa í samræmi við hugmyndarfræði þjónandi forystu.

Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júní.

Vinsamlegast sendið kynningarbréf ásamt ferilskrá á netfangið umsokn@barnaheill.is. Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.


Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919 og vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum réttinda þeirra