Barnaheill og Kompás í Kambódíu - þriðjudaginn 27. maí

Börn fyir framan nýja skólann í kambódíuÞáttur um Kambódíu og starf Barnaheilla - Save the Children þar í landi verður sýndur í Kompási þriðjudaginn 27. maí, en þátturinn hefst kl. 21:50 og verður endursýndur 01. júní kl. 16:15.
Petrína Ásgeirsdóttir heimsótti nýlega Kambódíu til að kynna sér hvernig tæplega 12 milljón króna framlag frá Barnaheillum á Íslandi hefur nýst í menntastarfi Barnaheilla - Save the Children í Kambódíu.

Þáttur um Kambódíu og starf Barnaheilla - Save the Children þar í landi verður sýndur í Kompási þriðjudaginn 27. maí, en þátturinn hefst kl. 21:50 og verður endursýndur 01. júní kl. 16:15.
Petrína Ásgeirsdóttir heimsótti nýlega Kambódíu til að kynna sér hvernig tæplega 12 milljón króna framlag frá Barnaheillum á Íslandi hefur nýst í menntastarfi Barnaheilla - Save the Children í Kambódíu.

Brynja Dögg Friðriksdóttir og Jakob Halldórsson frá Stöð 2 slógust í för og kynntu sér sögu og mannlíf þessa stríðshrjáða lands og starf Barnaheilla þar í landi. Ferðin var ævintýraleg og ferðuðumst þau m.a. til þorpsins Veal Bompong sem er mjög afskekkt og aðeins eru tveir mánuðir síðan þar komst á viðundandi vegasamband. Þau vorum fyrstu útlendingarnir sem komu þangað og var þeim fagnað mjög vel af börnum og fullorðnum í þorpinu. Langþráður draumur þorpsbúa um skóla og skólagöngu fyrir börnin í þorpinu varð að veruleika á síðasta ári fyrir tilstilli Barnaheilla á Íslandi. Þakklæti þeirra í garð Íslendinga var hjartnæmt. Viltu vita meira? Ekki missa af Kompási! Sjá nánar um þáttinn.