Barnaheill óska eftir að ráða framkvæmdastjóra Barnaheilla

Barnaheill – Save the Children á Íslandi leita að framkvæmdastjóra fyrir samtökin. Framkvæmdastjóri starfar í umboði stjórnar, ber ábyrgð á rekstri samtakanna og vinnur náið í teymi með leiðtogum innlendra og erlendra verkefna. Leitað er að kraftmiklum og framsæknum einstaklingi með sterkt tengslanet í starf þar sem reynir á frumkvæði, forystuhæfileika og samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að hafa marktæka reynslu og þekkingu á fjármálum, mannauðsmálum, markaðsmálum og fjáröflun.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Yfirumsjón með daglegum rekstri samtakanna
 • Umsjón með fjáröflun og gerð styrkumsókna
 • Gerð fjárhagsáætlana og eftirfylgni með þeim
 • Gerð samstarfssamninga
 • Yfirumsjón með mannauðsmálum
 • Samskipti við stjórn og undirbúningur stjórnarfunda
 • Upplýsingagjöf og önnur samskipti við móðursamtök Save the Children
 • Samskipti við stjórnvöld, fyrirtæki og stofnanir

Hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun eða víðtæk reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði, framhaldsmenntun er kostur
 • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri, fjáröflunarmálum og/eða markaðs- og sölumálum er skilyrði
 • Afburða leiðtoga- og samskiptahæfni
 • Góð hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti
 • Óbilandi áhugi á málefnum barna og velferð þeirra
 • Þekking á mannréttindum barna er kostur

Um er að ræða 100% starfshlutfall. Viðkomandi þarf að vera með hreint sakavottorð og verður að gangast við öllum þeim starfs- og siðareglum sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sett sér og koma fram á vefsíðu samtakanna sem og barnaverndarstefnu samtakanna.

Skrifstofa Barnaheilla er fjölskylduvænn vinnustaður, staðsett miðsvæðis í Reykjavík. Starfsmenn Barnaheilla eru nú 13 einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn. Áhersla er lögð á góðan starfsanda. Nánari upplýsingar um Barnaheill má finna á www.barnaheill.is.

Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram koma rök fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.