Barnaheill óska eftir sjálfboðaliðum

Þann 1. mars hófst Hjólasöfnun Barnaheilla og hefur fjöldi hjóla safnast á mótökustöðvar Sorpu á höfuðborgasvæðinu. Barnaheill taka á móti öllum hjólum sem gefin eru í Hjólasöfnunina og gert er við þau hjól sem þess þurfa og sum nýtt sem varahlutir. Sjálfboðaliðar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við hjólaviðgerðir undanfarin ár og með þeirra hjálp hefur tekist að úthluta hjólum til barna og ungmenna fyrir skólalok hvert vor.

Viðgerðir á hjólum hefjast á næstu dögum og óska Barnaheill eftir sjálfboðaliðum. Ekki er gerð grafa um að viðkomandi sé vanur viðgerðum en sjálboðaliðar vinna undir styrkri leiðsögn. Hafir þú tök og áhuga á að bjóða fram aðstoð þína fyrir viðgerðir og yfirferð hjóla, yrði sú aðstoð svo annarlega vel þegin. Viljum við því hvetja þig til þess að hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið hjolasofnun@barnaheill.is