Barnaheill – Save the Children auka viðbúnað sinn í Sýrlandi og vara við að fjöldi barna á flótta aukist verulega

Barnaheill – Save the Children vöruðu í dag við yfirvofandi hörmungum í NorðausturSýrlandi, þar sem fjölskyldur og börn hafa nú þegar lagt á flótta frá átökunum. Samtökin auka nú neyðaraðstoð sína á svæðinu sem hefur verið samfleytt í gangi frá árinu 2014.  Barnaheill – Save the Children sögðu: „Við höfum miklar áhyggjur af öryggi þúsunda barna og fjölskyldna þeirra sem hafa lagt á flótta í nótt. Forgangsverkefni okkar er að tryggja að hagsmunum barna sé borgið og að þau njóti þess stuðnings sem þörf er á. Starfsfólk okkar á vettvangi vinnur sleitulaust að því að veita viðeigandi aðstoð og við erum að auka viðbúnað okkar á svæðinu til að mæta aukinni þörf.“

 

Starfsfólk Barnaheilla – Save the Children í Norðaustur Sýrlandi greindi frá því að sprengingar hafi heyrst alla síðastliðna nótt.

“Þó að hernaðaraðgerðirnar hafi að mestu leyti verið á landamærum, sá ég fjölskyldur leggja á flótta frá helstu bæjum í átt frá landamærasvæðunum. Fólk er hrætt og hefur ekki hugmynd um umfang hernaðaraðgerðarinnar, “ sagði Jiwan starfsmaður Barnaheilla – Save the Children í Norðaustur Sýrlandi.
“Það var hljóðlegt í þeim borgum og bæjum sem við störfum í, í morgun en andrúmsloftið er spennuþrungið því fólk veit ekki hvað gerist næst. Við vonum, barnanna vegna, að árásirnar nái ekki til annarra stórra borga,“ bætti hann við.


“Fregnir hafa orðið að mannfalli, þar á meðal tveggja barna, auk þess sem fjöldi manns hefur slasast. Íbúar í norðaustur-Sýrlandi þekkja hörmungar stríðs alltof vel. Fjölmargir hafa lagt á flótta oftar en einu sinni. Hversu oft höfum við séð myndir af konum og börnum bera eigur sínar á bakinu í leit að öryggi? Veturinn nálgast óðfluga og það mun reynast erfiðara fyrir þetta fólk að finna skjól. Fjölskyldur hafa áhyggjur af lífi sínu. Það kemst ekkert annað að en að koma börnum sínum í skjól,“ bætti starfsmaður Barnaheilla – Save the Children við.

Auk sýrlenskra borgara í norðausturhlutanum, eru þúsundir kvenna og barna sem búa í flóttamannabúðum víðsvegar á svæðinu. Í þremur af búðunum eru sýrlensk-íraskar fjölskyldur og 9000 erlend börn af meira en 40 þjóðernum með tengsl við ISIS sem treysta á neyðaraðstoð til að lifa af. Enn sem komið er heldur starf áfram í flóttamannabúðunum en öll röskun á neyðaraðstoð setur líf meira en 90.000 íbúa í þessum þremur búðum í hættu.