Barnaheill ? Save the Children og fleiri frjáls félagasamtök í Evrópu fagna öflugri evrópskri löggjöf gegn kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu barna

Tillaga Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um öfluga evrópska löggjöf gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum er stórt skref í baráttunni fyrir vernd barna gegn ofbeldi. Ákvæði um síun á efni á netinu þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt (sk. barnaklám) er mikilvægt tæki í þeirri baráttu.

Tillaga Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um öfluga evrópska löggjöf gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum er stórt skref í baráttunni fyrir vernd barna gegn ofbeldi. Ákvæði um síun á efni á netinu þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt (sk. barnaklám) er mikilvægt tæki í þeirri baráttu.Tillaga Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um öfluga evrópska löggjöf gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum er stórt skref í baráttunni fyrir vernd barna gegn ofbeldi. Ákvæði um síun á efni á netinu þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt (sk. barnaklám) er mikilvægt tæki í þeirri baráttu.

Talið er að 10-20% barna í Evrópu verði fyrir kynferðislegu ofbeldi á æskuárum. Í gagnagrunni Interpol, sem verið hefur í notkun frá árinu 2001, er að finna eina milljón mynda sem sýna kynferðislegt ofbeldi gegn meira en 20.000 börnum en skv. Interpol hafa aðeins 800 þessara barna hafa fundist og fengið nauðsynlegan stuðning. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er gróft brot á réttindum þeirra skv. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur langvarandi og skelfileg áhrif á börn og allt lífshlaup þeirra. Réttindi barna til verndar verður að vera í forgrunni allra aðgerða í þessari baráttu.

Barnaheill – Save the Children og fleiri frjáls félagasamtök (NSPCC  og ECPAT) sem starfa í þágu barna í Evrópu fagna því sérstaklega þeirri viðleitni Framkvæmdastjórnarinnar að tryggja að auðkenning fórnarlambanna, verndun og vörn verði áfram grunnþáttur allra aðgerða gegn glæpum sem lúta að kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu (sk. barnaklám). Rammatilskipunin er einstakt tækifæri til að bæta svo um munar þá evrópsku löggjöf og samvinnu sem fyrir er í þessum málaflokki.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa beitt sér fyrir því að komið verði á síun á landsvísu á efni á netinu þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi. Að mati samtakanna eru síun mikilvægur liður í því að berjast gegn kynferðislegu og landamæralausu ofbeldi gegn börnum á netinu. Þessi málaleitan hefur hlotið góðan hljómgrunn hjá hlutaðeigandi aðilum þ.e. netþjónustuaðilum, Póst- og Fjarskiptastofnun og Embætti ríkislögreglustjóra  og er það von Barnaheilla að síun geti hafist á þessu ári.

Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á netinu (sk. barnaklám) verður æ algengara og alvarleiki þeirrar misnotkunar sem fyrir augu ber verður æ meiri. Í hvert sinn sem mynd af barni sem beitt er kynferðislegu ofbeldi er skoðuð á netinu eða niðurhöluð, má segja að barnið verði aftur fyrir ofbeldi. Víðtæk reynsla af samstarfi