Barnaheill ? Save the Children hvetja stjórnvöld um allan heim til að halda áfram öflugum stuðningi

- Alþjóðleg ráðstefna stjórnvalda margra ríkja heims í New York mun ráða úrslitum um framtíð barna á Haítí -

Nær þremur mánuðum eftir mannskæðan jarðskjálfta sem lagði stór svæði á Haítí í rúst, eru börn í aukinni hættu og þurfa á viðvarandi aðstoð og vernd að halda. Nú þegar regntíminn nálgast, verður hörmuleg staða vandalausra barna, sem búa við óásættanlegar aðstæður, sífellt meira knýjandi. Alþjóðleg ráðstefna stjórnvalda margra ríkja heims sem haldin verður í New York á morgun, er mikilvægt tækifæri fyrir íbúa Haítí og stjórnvöld þessara landa sem veitt hafa fjárstuðning, til að setja þarfir og réttindi barna Haítí efst á forgangslistann. Heilsa þeirra, velferð, menntun og framtíð stendur og fellur með niðurstöðu fundarins.

- Alþjóðleg ráðstefna stjórnvalda margra ríkja heims í New York mun ráða úrslitum um framtíð barna á Haítí -

Nær þremur mánuðum eftir mannskæðan jarðskjálfta sem lagði stór svæði á Haítí í rúst, eru börn í aukinni hættu og þurfa á viðvarandi aðstoð og vernd að halda. Nú þegar regntíminn nálgast, verður hörmuleg staða vandalausra barna, sem búa við óásættanlegar aðstæður, sífellt meira knýjandi. Alþjóðleg ráðstefna stjórnvalda margra ríkja heims sem haldin verður í New York á morgun, er mikilvægt tækifæri fyrir íbúa Haítí og stjórnvöld þessara landa sem veitt hafa fjárstuðning, til að setja þarfir og réttindi barna Haítí efst á forgangslistann. Heilsa þeirra, velferð, menntun og framtíð stendur og fellur með niðurstöðu fundarins.

Barnaheill – Save the Children skora á stjórnvöld um allan heim að veita öflugan stuðning til að mæta brýnni langtíma þörf uppbyggingarstarfsins, í samvinnu við stjórnvöld á Haítí og aðra aðila, svo sem félagasamtök á svæðinu og börnin sjálf og fjölskyldur þeirra.

„Börn og fjölskyldur sem urðu fyrir barðinu á jarðskjálftunum þurfa mjög umfangsmikla aðstoð til langframa. Það duga engar skyndilausnir og börnin mega ekki gleymast í þessu öllu saman. Þau eiga þvert á móti að vera í forgrunni og miðpunktur uppbyggingar og þróunaráætlana Haítí,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „Hér gefst raunverulegt tækifæri til að hafa varanleg og jákvæð áhrif á lífbarnanna. Alþjóðasamfélagið þarf að vinna að uppbyggingu með stjórnvöldum Haítí og tryggja yngstu borgurum landsins betri framtíð.“ Nú eru ríflega 800 starfsmenn á Haítí á vegum Barnaheilla – Save the Children og samtökin hafa skuldbundið sig til að vinna náið með hlutaðeigandi aðilum við að búa Haítí nýja framtíð, bæði á skjálftasvæðunum sem og annars staðar í landinu.

Jarðskjálftinn hefur haft gríðarleg áhrif á börnin. Þau hafa misst fjölskyldur sínar, vini, eigur og nánasta umhverfi. Mitt í rústunum og umrótinu, verða börn viðkvæmari fyrir sjúkdómum, slysum, misnotkun og misbeitingu. Menntakerfið er í molum. Talið er að ein milljón manna, þar af helmingur börn, sé án heimilis. Áhrifa hörmunganna gætir þó um allt Haítí. Ríflega 600 þúsund manns hafa flúið höfuðborgina, þrýstingur á innviði smærri borga og sveita eykst og staða fátækra fjölskyldna versnar enn frekar. Sp&aacut