Barnaheill (Save the Children) leggja áherslu á að veita börnum öryggi

Antonio BolfoNú þegar ein vika er liðin síðan hinn skelfilegi jarðskálfti reið yfir Haítí er ljóst að hann hefur snert líf meira en milljón barna á einn eða annan hátt. Börn hafa látið lífið, eru heimilislaus eða hafa misst foreldra sína. Barnaheill eru nú í kapphlaupi við tímann að veita börnum og fjölskyldum þeirra neyðaraðstoð, öryggi, skjól og næringu. Börn eru mjög berskjölduð í aðstæðum þegar hamfarir eins og á Haítí eiga sér stað. Barnaheill vinna að því ásamt fleiri samtökum að sameina börn og fjölskyldur þeirra. Börn sem hafa orðið viðskila við foreldra sína eru í mikilli hættu á að lenda í höndum einstaklinga sem misnota sér aðstöðu sína með því að flytja þau úr landi í ánauð eða mansal.

Nú þegar ein vika er liðin síðan hinn skelfilegi jarðskálfti reið yfir Haítí er ljóst að hann hefur snert líf meira en milljón barna á einn eða annan hátt. Börn hafa látið lífið, eru heimilislaus eða hafa misst foreldra sína. Barnaheill eru nú í kapphlaupi við tímann að veita börnum og fjölskyldum þeirra neyðaraðstoð, öryggi, skjól og næringu. Börn eru mjög berskjölduð í aðstæðum þegar hamfarir eins og á Haítí eiga sér stað. Barnaheill vinna að því ásamt fleiri samtökum að sameina börn og fjölskyldur þeirra. Börn sem hafa orðið viðskila við foreldra sína eru í mikilli hættu á að lenda í höndum einstaklinga sem misnota sér aðstöðu sína með því að flytja þau úr landi í ánauð eða mansal.

Það skiptir því sköpum að koma börnum til hjálpar eins fljótt og auðið er og veita þeim það skjól og það öryggi sem þau þurfa á að halda. Barnaheill hafa komið upp nokkrum svæðum fyrir börn og er áhersla lögð á að veita þeim öryggi og sálrænan stuðning og að koma lífi þeirra í fastar skorður. Aðstæður eru hinar erfiðustu þar sem vatn er af skornum skammti og heilsufarsvandmál fara ört vaxandi. Skortur á vatni leiðir til þess að foreldrar neyðast til að gefa börnum sínum mengað vatn sem setur börnin í mikla sjúkdómshættu. Neyðargögn berast Barnaheillum á Haítí nú á degi hverjum og er von á sex flugvélaförmum af lyfjum, vatni, sjúkrarhúsvörum og öðrum nauðþurftavörum frá samtökunum á næstu dögum.

 

antonio_bolfo_4a.jpgab_haiti_stc_jan19-24_mini.jpgLjósmynd: Antonio Bolfo