Barnaheill, Save the Children, leggja áherslu á vernd barna eftir jarðskjálftana í Chile

Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, eru meðal þeirra samtaka sem veita börnum og fjölskyldum þeirra aðstoð í kjölfar jarðskjálftanna í Chile. Hundruð þúsundir barna eiga um sárt að binda eftir jarðskjálftana og samtökin leggja áherslu á að börnin fái nauðsynlega vernd og stuðning.

Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, eru meðal þeirra samtaka sem veita börnum og fjölskyldum þeirra aðstoð í kjölfar jarðskjálftanna í Chile. Hundruð þúsundir barna eiga um sárt að binda eftir jarðskjálftana og samtökin leggja áherslu á að börnin fái nauðsynlega vernd og stuðning.

Jarðskjálftinn, 8,8 á Richter, er einn sá harðasti sem Chile hefur orðið fyrir. Skjálftanum fylgdu flóðbylgjur og harðir eftirskjálftar.  

Matt Wingate, stýrir hjálparstarfi Barnaheilla, Save the Children, í Chile. "Fjöldi barna hefur orðið fyrir miklum áföllum sem þau þurfa aðstoð við að takast á við. Þau, eða foreldrar þeirra og systkini, hafa slasast, heimili þeirra eyðilagst eða þau hafa misst nána ættingja og vini. Sum börn hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar vegna þeirrar miklu ringulreiðar sem skapaðist og þurfa þau sérstakan stuðning,” segir Matt.  

Matt Wingate heldur áfram: “Umfang skaðans er enn mjög óljóst og eftirskjálftar og flóðbylgjur skapa mikið óöryggi. Barnaheill, Save the Children, eru að undirbúa sig undir það versta, en vona það besta. Þetta er hins vegar ekki annað Haiti, sem er eitt fátækasta land í heimi. Chile er með góða innviði og sterkt hjálparkerfi og stjórnvöld hafa þekkingu og mannafla til að takast á við áföll af þessari stærðargráðu. Barnaheill, Save the Children, munu styðja við hjálparstarfið eftir megni og leggja sérstaka áherslu á þarfir barna, þ.e. að þau verði örugg og komist fljótt aftur í skóla.”