Barnaheill, Save the Children taka þátt í hjálparstarfi á Ítalíu

Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children aðstoða ítölsk stjórnvöld í hjálparstarfi á jarðskjálftasvæðunum á Ítalíu. Jarðskjálfti, sem mældist 6,7 á Richter, reið yfir héraðið Abruzzo í miðhluta Ítalíu þann 6. apríl sl. Á þriðja hundrað manns hafa látist og fjöldi manna hefur misst heimili sín.

Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children aðstoða ítölsk stjórnvöld í hjálparstarfi á jarðskjálftasvæðunum á Ítalíu. Jarðskjálfti, sem mældist 6,7 á Richter, reið yfir héraðið Abruzzo í miðhluta Ítalíu þann 6. apríl sl. Á þriðja hundrað manns hafa látist og fjöldi manna hefur misst heimili sín.

Sérfræðingateymi frá alþjóðasamtökum Barnaheilla, Save the Children hefur verið á vettvangi frá fyrsta degi og leggja samtökin sérstaka áherslu á að veita börnum félagslegan og sálrænan stuðning. “Börn þurfa sérstaka vernd og stuðning á hamfaratímum” segir Valerio Neri, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children, á Ítalíu. “

Jarðskjálftinn hér á Ítalíu hefur haft áhrif á þúsundir barna sem hafa þurft að flýja heimili sín og sum þeirra hafa orðið aðskilin frá foreldrum sínum. Sameining fjölskyldna er afar mikilvæg og einnig er mikilvægt að koma skólastarfi í gang eins fljótt og auðið er til að börn geti hitt aftur félaga sína og byrjað að vinna úr þessari erfiðu lífsreynslu”, segir Valerio Neri. Kjarninn í starfi Barnaheilla, Save the Children er neyðaraðstoð og hafa samtökin víðtæka reynslu og þekkingu á því sviði. Hagsmunir barna eru ávallt í fyrirrúmi í hjálparstarfinu.