Barnaheill - Save the Children kalla eftir langtímafjárfestingu við endurreisn Haítí

HaitiSamtökin hafa sent frá sér skýrsluna „Börnin á Haítí – Land á krossgötum“. Lögð er áhersla á að ekki sé tímabært að snúa baki við Haítí. Í skýrslunni er farið yfir það mannúðarstarf sem Barnaheill – Save the Children hafa unnið frá því hrikalegur jarðskjálfti skók eyna 12. janúar sl. auk þess sem vakin er athygli á þörfinni fyrir langtímafjárfestingu við endurreisn þjóðarinnar.

HaitiSamtökin hafa sent frá sér skýrsluna „Börnin á Haítí – Land á krossgötum“. Lögð er áhersla á að ekki sé tímabært að snúa baki við Haítí. Í skýrslunni er farið yfir það mannúðarstarf sem Barnaheill – Save the Children hafa unnið frá því hrikalegur jarðskjálfti skók eyna 12. janúar sl. auk þess sem vakin er athygli á þörfinni fyrir langtímafjárfestingu við endurreisn þjóðarinnar.

Ríflega 870 þúsund börn og fullorðnir hafa fengið neyðaraðstoð frá Barnaheillum –Save the Children á því tæpa ári sem liðið er frá hamförunum. „Vinnu okkar er langt í frá lokið,“ segir Petrína Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „En þrátt fyrir margvíslegar áskoranir, hefur orðið framþróun. Við höfum reist nýja skóla sem þola jarðskjálfta og fellibyli og við höfum opnað meira en 80 heilsugæslustöðvar. Við vonum að fljótlega fáist niðurstöður  nýafstaðinna kosninga svo Haítí og alþjóðasamfélagið geti einbeitt sér að því að þróa áfram tækifæri í heilbrigðis-, menntunar- og atvinnumálum.” Alls hafa Barnaheill – Save the Children safnað 87 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega 10,1 milljörðum króna, til hjálparstarfsins á Haítí. Þar af hafa 14 milljónir króna komið frá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.

Meðal helstu atriða í skýrslunni eru:

  • Heilbrigðisþjónusta:  Barnaheill - Save the Children hafa opnað 80 heilsugæslustöðvar og miðstöðvar, þar sem fylgst er með næringu barna, á þeim svæðum sem verst urðu úti í jarðskjálftanum.
  • Menntun: Barnaheill - Save the Children hafa með beinum hætti stutt við starfsemi ríflega 270 skóla og þannig veitt meira en 45 þúsund börnum tækifæri til að snúa aftur til náms. Þessu til viðbótar, hafa 2300 kennarar fengið þjálfun í viðbrögðum við hamförum með það fyrir augum að draga úr áhættu, ef annar jarðskjálfti yrði. 
  • Barnavernd: Barnaheill - Save the Children hafa komið á fót ríflega 50 barnvænum svæðum þar sem börn geta leikið sér og fengið aftur tilfinningu fyrir eðlilegu líf í öruggu umhverfi. Þá hefur Miðstöð fyrir fjölskylduleit, sem samtökin veita forstöðu, sameinað 1135 börn og fjölskyldur þeirra.
  • Skýli og birgðir: Barnaheill - Save the Children hafa látið fjölskyldum í té útbúnað til að bæta lífsskilyrði þeirra og til byggingar tímabundinna skýla.
  • Mata