Barnaheill standa að málþingi um lokaathugasemdir Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna ásamt stjórnvöldum

Barnaheill standa að í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið og forsætisráðuneytið fyrir málþinginu „Barnvænt Ísland - lokaathugasemdir Barnaréttarnefndar SÞ til íslenskra stjórnvalda“ næstkomandi mánudag á Natura Hótel og hefst klukkan 12:30.

Á málþinginu verða lokaathugasemdir Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda kynntar og mun Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum kynna verkefni í tengslum við lokaathugasemdirnar sem sendar hafa verið í alla skóla landsins. En Barnaheill hafa frá upphafi séð um framkvæmd Dags mannréttinda barna með því að hvetja til þess að börn og ungmenni fái fræðslu um réttindi sín. Fulltrúar ungmennaráða munu kynna viðbrögð sín við lokaniðurstöðunum og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra verður með ávarp.

Allt er velkomið á málþingið en tilkynna þarf um þátttöku á facebooksíðu viðburðarins hér.