Barnaheill stýra verkefni á vegum Child Focus hér á landi:

Unnið að skráningu félagasamtaka sem eru virk í stuðningi við týnd börn og börn sem eru beitt kynferðislegu ofbeldi

Barnaheill gengust fyrir kynningarfundi 25. júní sl. með fulltrúa belgísku samtakanna Child Focus í Brussel á verkefni í þágu barna, sem styrkt er af Evrópusambandinu.Verkefnið miðast að því að koma á fót skrá yfir frjáls félagasamtök í Evrópu, sem eru virk í stuðningi við týnd börn og börn sem beitt eru kynferðislegu ofbeldi og eru í samstarfi við lögreglu og réttarkerfið (Directory of civil society organisations working in the field of missing and sexually exploited children).

Unnið að skráningu félagasamtaka sem eru virk í stuðningi við týnd börn og börn sem eru beitt kynferðislegu ofbeldi

Barnaheill gengust fyrir kynningarfundi 25. júní sl. með fulltrúa belgísku samtakanna Child Focus í Brussel á verkefni í þágu barna, sem styrkt er af Evrópusambandinu.Verkefnið miðast að því að koma á fót skrá yfir frjáls félagasamtök í Evrópu, sem eru virk í stuðningi við týnd börn og börn sem beitt eru kynferðislegu ofbeldi og eru í samstarfi við lögreglu og réttarkerfið (Directory of civil society organisations working in the field of missing and sexually exploited children).

Samtökunum Child Focus var komið á fót í kjölfar hvarfs tveggja stúlkna í Begíu í júní 1996. Stúlkurnar urðu fórnarlömb barnaníðingsins Marc Dutroux sem nýverið hlaut lífstíðardóm fyrir mannrán og nauðganir.
Á fundinum kynnti Tessa Schmidburg frá Child Focus í Brussel verkefnið og sat fyrir svörum. Verkefnið er undir stjórn Child Focus í Brussel sem er miðstöð Evrópu fyrir „Missing and Sexually Exploited Children". Fimmtán Evrópulönd eru þegar komin inn í skrána og senn bætast Ísland, Noregur og Búlgaría í hópinn. 
Barnaheill stýra verkefninu hér á landi. Child Focus-samtökin gerðu kröfu um að tveir sérfræðingar frá hverju landi yrðu jafnframt þátttakendur í verkefninu, annar frá lögreglu, hinn úr dómskerfinu. Íslensku sérfræðingarnir eru frá Lögreglunni í Reykjavík og Héraðsdómi Reykjaness.