Barnaheill taka þátt í forvarnarfræðslu KSAN

Barnaheill leggja KSAN, sænskum forvarnasamtökum gegn áfengis- og vímuefnanotkun stúlkna og kvenna, lið með veffræðslustofu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á stúlkum. Fræðslan er hluti af haustfræðslu samtakanna og var fyrsta veffræðslustofan af fjórum haldin sl. þriðjudag, 22. september. Gestakennari er Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri Barnaheilla en hún tekur þátt í því að kynna 5 skref til verndar börnum gegn kynferðisofbeldi og hvernig megi auka líkur á að fyrirbyggja og bregðast við kynferðisofbeldi á stúlkum.

 

Námskeiðið miðar að því að auka þekkingu þeirra sem vinna með stúlknahópum og er efni dreift til þátttakenda eftir að vefnámskeiðinu lýkur. Þátttakendur voru mjög ánægðir með fræðsluna og töldu þetta vera þarft efni fyrir vinnustaði. ,,Áhugavert og þarft efni til að hefja undirbúning á verklagsbreytingum á vinnustöðvum,” sagði einn. Fræðslan fer fram á ensku og voru þátttakendur frá BellaNet í Svíþjóð og Eystrasaltsríkjum.

 

Nánar um KSAN hér