Barnaheill þakka góðar móttökur í fjáröflunarátaki

Horfin barnæska er fjáröflunarátak á vegum Barnaheilla sem staðið hefur yfir frá júní 2009 til og með ágúst 2009. Markmið með átakinu var að fjölga Heillavinum félagsins. Öflun Heillavina átti sér stað á vettvangi, á netinu og á heimasíðu Barnaheilla www.barnaheill.is

Horfin barnæska er fjáröflunarátak á vegum Barnaheilla sem staðið hefur yfir frá júní 2009 til og með ágúst 2009. Markmið með átakinu var að fjölga Heillavinum félagsins. Öflun Heillavina átti sér stað á vettvangi, á netinu og á heimasíðu Barnaheilla www.barnaheill.is

Barnaheill þakka góðar móttökur og fagna 573 nýjum aðilum sem ýmist hafa gerst Heillavinir eða gefið stakt framlag til félagsins. Með nýjum Heillavinum gefst Barnaheillum kleift að styrkja enn betur við þá starfsemi sem samtökin vinna að en Barnaheill eru frjáls félagasamtök og byggist starfsemin sem mest á frjálsum framlögum, fjárframlögum og fjáröflunum, þ. á m. útgáfu minningar- og jólakorta