Barnaheill tekur þátt í Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. október 2008

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn verður haldinn í Perlunni 10. október frá kl 16-18. Barnaheill kynnir starfsemi sína þar. Einnig kynnir SAMAN- hópurinn starfsemi sína, en Barnaheill er aðili að hópnum. Sjá nánar á http://www.10okt.com/

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn verður haldinn í Perlunni 10. október frá kl 16-18. Barnaheill kynnir starfsemi sína þar. Einnig kynnir SAMAN- hópurinn starfsemi sína, en Barnaheill er aðili að hópnum. Sjá nánar á http://www.10okt.com/

Dagskrá Geðheilbrigðisdagsins hefst með ávarpi forseta Íslands hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, sem jafnframt er verndari dagsins. Þá mun formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Jórunn Frímannsdóttir  kynna stefnu borgarinnar í geðheilbrigðismálum en borgin tekur við þessum málaflokki af ríkinu um næstu áramót. Dagskráin í Perlunni verður að öðru leyti sambland skemmtiefnis og erinda sem tengjast málefni dagsins. Samhliða dagskránni munu samtök notenda og ýmsir aðrir aðilar sem tengjast geðheilbrigðismálum, kynna starfsemi sína. Fulltrúar þeirra verða með kynningarbása og svara fyrirspurnum. Framgangur dagskráinnar verður með eftirfarandi hætti:

  • 16:00 Setningarávarp Forseta Íslands
  • 16:10 Kársneskórinn syngur nokkur lög
  • 6:25 Ósk Sigurðardóttir yfiriðjuþjálfi frá Barna og unglingageðdeild LSH fjallar um félagsþroska barna og yfirskrift dagsins.
  • 16:35 Stefanía Svavarsdóttir sigurvegari í söngvakeppni Samfés árið 2008 kemur fram við undirleik Gunnlaugs Bjarnasonar.
  • 16:45 Jórunn Óskarsdóttir sálfræðingur hjá Götusmiðjunni ræðir um gildi samverunnar og starf Götusmiðjunnar.
  • 17:00 Spunaatriði frá Leiklistardeild MH.
  • 17:15 Valgeir Skagfjörð frá Regnbogabörnum fjallar um andstæðuna við uppbyggilega samveru, þ.e. einelti.
  • 17:30 Elín Eyþórsdóttir singur lög af nýrri plötu sinni.
  • 17:45 Jórunn Frímannsdóttir Formaður Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, fjallar um stefnu borgarinnar í kjölfar yfirfærslu geðheilbrigðismála frá Ríki til Borgar.

 

Kynnir verður Felix Bergsson.