Barnaheill auka viðbúnað í Serbíu - eitt af fjórum flóttabörnum án fylgdar

Barnaheill – Save the Children hafa aukið neyðaraðstoð við flóttafólk í Serbíu þangað sem meira en 25.000 flóttabörn hafa komið á þessu ári, þar af að minnsta kosti 5.753 börn sem hafa komið ein - án fjölskyldu eða vina.

Serbía - fóttabörn-Stuart SiaBarnaheill – Save the Children hafa aukið neyðaraðstoð við flóttafólk í Serbíu þangað sem meira en 25.000 flóttabörn hafa komið á þessu ári, þar af að minnsta kosti 5.753 börn sem hafa komið ein - án fjölskyldu eða vina.

Á tímabilinu júlí og ágúst varð 66% aukning á komu fylgdarlausra barna til landsins. Þau börn sem verða viðskila við fjölskyldu sína á leiðinni, eða leggja upp í hana ein, eru sérstaklega útsett fyrir því að verða fórnarlömb mansals og ofbeldis.

„Hundruð uppgefinna og örvæntingarfullra barna koma hingað á hverjum einasta degi. Mörg eru veik eftir ömurlegar aðstæður sem þau hafa upplifað á flóttanum. Eftir að Ungverjar lokuðu landamærum sínum, er fólk hrætt og óvisst um hvað muni gerast og hvert það á að fara,“ segir Andrea Zeravcic, yfirmaður hjá Barnaheillum – Save the Children á svæðinu.

„Fólk hefur flúið ólýsanlegar þjáningar og hætt lífi sínu til að komast hingað. Evrópuleiðtogar hafa skyldu til að hjálpa þeim, ekki bara þeim sem komast til Evrópu, heldur líka þeim milljónum í viðbót sem eftir sitja.“

Meira en 135.000 flóttamenn hafa komið til Serbíu á leið sinni til annarra Evrópulanda það sem af er þessu ári. Þúsundir flóttamanna hafa farið til Króatíu á síðustu 48 klukkustundum, eftir að landamærum Ungverjalands var lokað í síðustu viku. Þeir eru á leið til Slóveníu og svo lengra inn í Evrópu.

Króatía hefur nú lokað sjö af átta landamærastöðvum sem liggja að Serbíu og óvisst er hvaða aðrar leiðir flóttmennirnir geta nú farið. Búist er við að fjöldi flóttamanna til Serbíu muni aukast eftir því sem erfiðara er að komast inn í nærliggjandi Evrópulönd.

Serbía - búðir-Sejla DizdarevicÞrátt fyrir að yfirvöld í Serbíu hafi reynt að bregðast við vandanum, hefur yfirþyrmandi innstreymi flóttafólks reynt á og flóttamennirnir leita skjóls í yfirfullum móttökustöðvum og á almenningsstöðum á borð við almenningsgarða og samgöngustöðvar þar sem skortur er á hreinlætisaðstöðu.

Starfsfólk Barnaheilla – Save the Children í Serbíu segir að fjöldi barna sem nýkomin eru til landsins séu uppgefin eftir langa ferð, þau þurfi mat og vatn auk þess sem mörg þeirra þurfi einnig læknisþjónustu.

Í augnablikinu eru 920 r&ua