Barnaheill fagna 25 ára afmæli

Föstudaginn 24. október klukkan 14-16 fagna Barnaheill – Save the Children á Íslandi 25 ára afmæli í samkomusal Nauthóls í Nauthólsvík. Viðurkenning Barnaheilla verður einnig afhent við þetta tækifæri. Viðurkenningin er veitt fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra.

blad2014Föstudaginn 24. október klukkan 14-16 fagna Barnaheill – Save the Children á Íslandi 25 ára afmæli í samkomusal Nauthóls í Nauthólsvík. Viðurkenning Barnaheilla verður einnig afhent við þetta tækifæri. Viðurkenningin er veitt fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra.

Við bjóðum sérstaklega velkomna fyrrverandi og núverandi starfsmenn, stuðningsaðila, stjórnarmeðlimi og samstarfsaðila.

Dagskráin hefst kl. 14. Meðal þeirra sem halda erindi eru Hrefna Friðriksdóttir, dósent hjá HÍ og fyrrverandi stjórnarmaður Barnaheilla, Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi neyðaraðstoðar Save the Children, Herdís Ágústa Kristjánsdóttir, formaður ungmennaráðs samtakanna og Gunnar Hrafn Jónsson, fréttamaður og varamaður í stjórn Barnaheilla.

Tónlistaratriði við athöfnina verða í boði barna og ungmenna.

Formlegri dagskrá lýkur kl. 16 með léttum veitingum.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið barnaheill@barnaheill.is eða í síma 553 5900.