Barnaheill fagna því að lögfesting Barnasáttmálans sé í sjónmáli

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna því að lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé nú í sjónmáli. Alþingi samþykkti í gær frumvarp til laga um lögfestingu sáttmálans íftir aðra umræðu og fer málið nú í þriðju umræðu. Samtökin hvetja stjórnvöld til að ljúka ferlinu sem allra fyrst og tryggja þannig íslenskum börnum þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum með fullnægjandi hætti, óháð réttindum fullorðinna. Þá verður hægt að beita ákvæðum Barnasáttmálans fyrir íslenskum dómstólum sem settum lögum.

Eitt meginhlutverk Barnaheilla frá stofnun árið 1989 hefur verið að þrýsta á stjórnvöld um fullgildingu og lögfestingu sáttmálans. Samtökin hafa lagt mikla áherslu á að unnið sé eftir sáttmálanum til heilla fyrir öll börn á Íslandi.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna því að lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé nú í sjónmáli. Alþingi samþykkti í gær frumvarp til laga um lögfestingu sáttmálans íftir aðra umræðu og fer málið nú í þriðju umræðu. Samtökin hvetja stjórnvöld til að ljúka ferlinu sem allra fyrst og tryggja þannig íslenskum börnum þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum með fullnægjandi hætti, óháð réttindum fullorðinna. Þá verður hægt að beita ákvæðum Barnasáttmálans fyrir íslenskum dómstólum sem settum lögum.

Eitt meginhlutverk Barnaheilla frá stofnun árið 1989 hefur verið að þrýsta á stjórnvöld um fullgildingu og lögfestingu sáttmálans. Samtökin hafa lagt mikla áherslu á að unnið sé eftir sáttmálanum til heilla fyrir öll börn á Íslandi.

Nú eru tæp 19 ár síðan samningurinn var fullgiltur hér á landi, það gerðist 28. október 1992. Enginn mannréttindasamningur hefur verið fullgiltur af jafnmörgum ríkjum og Barnasáttmálinn, en öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa fullgilt samninginn, nema Bandaríkin og Sómalía.

Barnaheill  leggja áherslu á þá grundvallarreglu barnaréttarins og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að ávallt beri að hafa hag og þarfir barnsins að leiðarljósi þegar málefni þess eru ráðin, sama hver þau eru og ekki skuli mismuna börnum vegna aðstæðna þeirra eða foreldra þeirra.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi reka gagnvirka fræðsluvefinn barnasattmali.is ásamt umboðsmanni barna og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.