Barnaheill harma að ýmis fyrirtæki sýni börn á kynferðislegan hátt í auglýsingum sínum

Barnaheill- Save the Children á Íslandi harma að ýmis fyrirtæki skuli ítrekað sýna börn á kynferðislegan hátt i auglýsingum sínum.

Barnaheill- Save the Children á Íslandi harma að ýmis fyrirtæki skuli ítrekað sýna börn á kynferðislegan hátt i auglýsingum sínum. Slíkt er brot á réttindum barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest. Aldrei skal tengja barn við neitt sem er kynferðislegt eða klámfengið. Einstaklingur er barn til 18 ára aldurs. Kynferðisofbeldi gegn börnum og myndefni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt hefur aukist til muna á undanförnum árum, ekki síst eftir tilkomu netsins. Auglýsingar þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt er ein birtingarmynd þessa efnis. Að búa til slíkt efni og dreifa því er brot á íslenskum lögum og brot á réttindum þeirra barna sem í hlut eiga. Einu gildir hvort barnið eigi að líta út fyrir að vera barn eða eldra en það er.

Barnaheill- Save the Children á Íslandi skora á öll íslensk fyrirtæki að sýna ábyrgð þegar þeir birta auglýsingar með börnum, hvort sem verið að auglýsa vöru fyrir börn eða fullorðna. Barnaheill hvetur jafnframt almenning til að láta sig málið varða og tilkynna ef þeir verða varir við slíkt efni. Hægt er að tilkynna í gegn um ábendingahnapp Barnaheilla á vefsíðu samtakanna. http://www.barnaheill.is/TilkynnaologlegtefniReportillegalcontent/
Sýnum ábyrgð og verndum börnin okkar. Það þarf þjóð til að vernda barn.