Barnaheill kalla eftir tafarlausu vopnahléi í Madaya

Mannúðarstarfsfólk í sýrlenska bænum Madaya segir að 31 í það minnsta hafi látist hungurdauða í bænum í desembermánuði. Verði mat, lyfjum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum ekki hleypt tafarlaust inn í bæinn muni fleiri börn deyja á komandi dögum og vikum.

Syria---kids---blogMannúðarstarfsfólk í sýrlenska bænum Madaya segir að 31 í það minnsta hafi látist hungurdauða í bænum í desembermánuði. Verði mat, lyfjum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum ekki hleypt tafarlaust inn í bæinn muni fleiri börn deyja á komandi dögum og vikum.

Af þeim 31 sem létust af völdum hungurs í desember eru þrjú ungabörn undir árs aldri. Þá hafa þrjú ófædd börn látist vegna hungurs mæðra þeirra og heilbrigðisstarfsmenn hafa tilkynnt um aukningu á lifrabólgu A og húðsjúkdómum.

Skortur á matvælum hefur haft gífurleg áhrif á matarverð og verð á hrísgrjónum, sykri og hveiti er stjarnfræðilega hátt. Í gær náði kílóverð á Bulgur hveiti til dæmis tæplega 37 þúsund krónum samkvæmt upplýsingum starfsfólks Barnaheilla - Save the Children á staðnum.

Án rafmagns og eldsneytis á fólk í miklum erfiðleikum með að þola vetrarkulda, en hitastig hefur nú farið niður fyrir frostmark. Lítil börn og ungabörn eru sérstaklega viðkvæm í þessum aðstæðum, ekki síst ef þau eru þar að auki vannærð.

Matur er notaður sem vopn í Madaya og á öðrum stöðum sem barist er um og þetta bitnar hvað verst á börnunum. Það er hræðilegt að sjá hvernig almennir borgarar eru látnir þjást á þennan hátt. Hjálparstarfsfólk í bænum er örvæntingarfullt og vill hjálpa, en er sjálft búið með matar- og lyfjabirgðir. Ef hjálp berst ekki til Madaya án tafar, er víst að fleiri börn muni deyja að óþörfu,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Um 42 þúsund íbúar í Madaya hafa verið fastir í bænum sem hefur verið umsetinn frá því í júlí 2015. Aðeins einni bílalest með birgðir hefur verið hleypt inn í bæinn síðan um miðjan október. Þá sögðu læknar í Madaya að meira en eitt þúsund börn undir árs aldri væru vannærð. Gert er ráð fyrir að sú tala hafi hækkað mikið síðan. Fólki er bannað að ferðast inn eða út úr bænum og íbúar segja að eftirlitsstöðvar, jarðsprengjur og leyniskyttur séu allt í kring.

Fjölskyldur skammta sér þann takmarkaða mat sem er í boði og margir fá einungis fjórðung af ráðlögðum dagsskammti. Markaðir eru tómir og sumir eru það örvæntingafullir að þeir leggja sér katta- eða hundakjöt til munns.

Barnaheill – Save the Children kalla eftir tafarlausum enda á umsátrinu um Madaya og öðrum svæðum í Sýrland