Barnaheill ? Save the Children hefja neyðaraðstoð eftir hrikaleg flóð í Pakistan

pakistan_crossing_01_minniBarnaheill – Save the Children sinna nú neyðaraðstoð við börn og fjölskyldur í Sindh-héraði í Pakistan eftir hrikaleg flóð þar á dögunum. Hundruðir þúsunda íbúa hafa enn og aftur misst heimili sín en sumir hverjir höfðu ekki að fullu náð sér eftir flóðin fyrir réttu rúmu ári síðan sem eyðilögðu heimili og lífsviðurværi milljóna fjölskyldna.

pakistan_crossing_01_minniFlóðin í fyrra höfðu áhrif á líf milljóna fjölskyldna í Pakistan. Flóðin nú auka enn á erfiðleika þessa fólks.Barnaheill – Save the Children sinna nú neyðaraðstoð við börn og fjölskyldur í Sindh-héraði í Pakistan eftir hrikaleg flóð þar á dögunum. Hundruðir þúsunda íbúa hafa enn og aftur misst heimili sín en sumir hverjir höfðu ekki að fullu náð sér eftir flóðin fyrir réttu rúmu ári síðan sem eyðilögðu heimili og lífsviðurværi milljóna fjölskyldna.

Vitað er um 199 manns sem látist hafa, þar af 27 börn, og enn fleiri hafa slasast. Búist er við að þessar tölur eigi enn eftir að hækka. Flóðavatnið hafði sumstaðar náð tæplega þriggja metra hæð. Börn og fjölskyldur þeirra berjast við að finna sér skjól, mat og hreint vatn. Barnaheill – Save the Children vinna nú þegar með samstarfsfólki á svæðinu við að koma skjólbúnaði, heilbrigðisvörum og húsbúnaði, svo sem sápum, fötum og teppum, til fjölskyldna í neyð. Neyðaraðstoð samtakanna nú er ætlað að ná til einnar milljónar manna á fjórum af þeim svæðum sem verst hafa orðið úti.

Gert er ráð fyrir áframhaldandi úrfelli næstu tvo daga. Ríflega fimm milljónir manna hafa fundið fyrir áhrifum flóðanna. „Börn, sem búa í Sindh-héraðinu, voru veik fyrir og viðkvæm eftir flóðin í fyrra og vannæring var mikil. Nú þurfa þúsundir barna enn á ný að berjast fyrir lífi sínu í kuldanum, sýkingarhættan er mikil og enn erfiðara um vik að afla lífsnauðsynlegs matar,“ segir Faris Kasim, talsmaður Barnaheilla – Save the Children í Pakistan.

„Það er gríðarlega mikilvægt að við náum að koma lífsnauðsynlegum varningi sem fyrst til þeirra sem verst hafa orðið úti til að tryggja að börn hafi skjól og séu varin gegn lífshættulegum sjúkdómum. Vegir, sem ekki höfðu verið lagfærðir eftir síðustu flóð, hafa skemmst enn frekar sem þýðir að allar aðstæður eru mjög erfiðar. En fólk á okkar vegum er á vettvangi og við erum að auka umfang aðstoðar okkar til að bjarga lífum barna,“ segir Faris.

Flóðin nú hafa sökkt ríflega fjórum milljónum ekra og eyðilagt 1,7 milljónir ekra af uppskeru, þ.m.t. bómullaruppskeru sem er grundvallar þáttur í tekjuöflun fjölskyldna á svæðinu. Ríflega 965 þúsund hús hafa skemmst eða eyðilagst. 1800 skólar hafa skemmst og í mörgum tilvikum