Barnaheill og GSK bjarga milljón barnslífum

Barnaheill - Save the Children hafa ráðist í samstarf við lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline (GSK) með það að markmiði að koma í veg fyrir dauða milljón barna undir fimm ára aldri á næstu fimm árum. Aðgengi að tveimur tegundum barnalyfja verður aukið til að ráðast gegn nýbura- og ungbarnadauða. Sérfræðiþekking beggja aðila á mismunandi sviðum verður grunnurinn að verkefninu sem hófst formlega 10. maí, fyrst í Kongó og Kenýu. Reynslan þar verður nýtt til að setja af stað sambærileg verkefni í fleiri löndum í suðurhluta Afríku, Asíu og Suður-Ameríku.

Barnaheill - Save the Children hafa ráðist í samstarf við lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline (GSK) með það að markmiði að koma í veg fyrir dauða milljón barna undir fimm ára aldri á næstu fimm árum. Aðgengi að tveimur tegundum barnalyfja verður aukið til að ráðast gegn nýbura- og ungbarnadauða. Sérfræðiþekking beggja aðila á mismunandi sviðum verður grunnurinn að verkefninu sem hófst formlega 10. maí, fyrst í Kongó og Kenýu. Reynslan þar verður nýtt til að setja af stað sambærileg verkefni í fleiri löndum í suðurhluta Afríku, Asíu og Suður-Ameríku.

Rannsóknir og þróunarvinna GSK hafa meðal annars leitt í ljós að sýklaeyðandi efni í munnskoli er hægt að umbreyta í lyf fyrir nýbura. Fyrirtækið hefur einnig kynnt til sögunnar sýklalyf í duftformi sem hentar vel ungum börnum með lungnabólgu, en hún er ein helsta dánarorsök barna undir fimm ára aldri.
Þetta er í fyrsta sinn sem Barnaheill - Save the Children taka þátt í að rannsaka og þróa lyf fyrir börn, en það gerist með þátttöku í sérstakri stjórn sem hefur það meðal annars að markmiði að hraða þróun nýsköpunar í lyfjum sem vinna gegn barnadauða. Stjórnin skoðar einnig nýjar aðferðir sem tryggja sem mesta dreifingu og aðgengi að lyfjunum í þróunarlöndum. GSK mun styrkja hlutverk Save the Children í heilsufarsmálum, styðja sérfræðiþekkingu og veita þannig börnum í afskekktustu og vanþróuðustu samfélögunum grunnheilbrigðisþjónustu.


Þó svo að góður árangur hafi náðst í baráttunni gegn barnadauða, létust næstum sjö milljónir barna fyrir fimm ára aldur á árinu 2011 af viðráðanlegum orsökum. Með því að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu, bólusetningum og næringarbættum mat, er hægt að bjarga einni milljón barna undir fimm ára aldri frá dauða á næstu fimm árum. Bólusetning fátækustu barna er meðal aðferða sem notaðar verða auk þess sem heilbrigðisstarfsmönnum verður fjölgað. Þá er hluti verkefnisins þróun á næringarbættum mat á viðráðanlegu verði til að spyrna gegn vannæringu barna.


„Það má segja að þessi metnaðarfulla nýja samvinna sé nýsköpun í samstarfi af þessu tagi. Save the Children hafa ekki áður farið í samstarf við lyfjafyrirtæki á borð við GSK, en við trúum því að ef við njótum nýsköpunar, rannsókna og dreifikerfis fyrirtækisins, getum við haft mikil áhrif til góða fyrir milljónir barna,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.


„Samvinna af þessari stærðargráðu gefur okkur tækifæri til að gera st&oacut