Barnaheill ? Save the Children fá verðlaun fyrir nýsköpun í menntunarmálum

095_UgandaBætum framtíð barna, brautryðjandaverkefni Barnaheilla – Save the Children í menntunarmálum, fékk WISE-verðlaunin (World Innovation Summit for Excellence) fyrir víðtæk áhrif þess. Verkefninu er ætlað að tryggja stríðshrjáðum börnum gæða menntun. Barnaheill – Save the Children á Íslandi koma að tveimur menntunarverkefnum innan þessa ramma, í Norður-Úganda og Kambódíu.

095_Uganda
Skólabörn í Pader-héraði í Norður-Úganda þar sem Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru með menntunarverkefni undir merkjum Bætum framtíð barna. Ljósm. Petrína Ásgeirsdóttir.

Bætum framtíð barna, brautryðjandaverkefni Barnaheilla – Save the Children í menntunarmálum, fékk WISE-verðlaunin (World Innovation Summit for Excellence) fyrir víðtæk áhrif þess. Verkefninu er ætlað að tryggja stríðshrjáðum börnum gæða menntun. Barnaheill – Save the Children á Íslandi koma að tveimur menntunarverkefnum innan þessa ramma, í Norður-Úganda og Kambódíu.

Bætum framtíð barna (e. Rewrite the Future) – verkefnið var sett af stað árið 2006 og er nú rekið í ríflega 20 löndum.  Markmiðið með því var að koma þremur milljónum barna á stríðshrjáðum og viðkvæmum svæðum í skóla. Með því að vinna með stjórnvöldum, stuðningsaðilum og alþjóðlegum samtökum, eru Barnaheill – Save the Children nálægt því að ná takmarki sínu og hafa til þess náð að koma 1,4 milljónum barna í skóla. Þrátt fyrir að grunnmenntun sé réttur barna um allan heim, er fjöldi barna frá stríðshrjáðum löndum sem aldrei hefðu stigið fæti inn í skólastofu án aðkomu samtakanna og samstarfsaðila þeirra.

Þá hefur einnig tekist að ná því markmiði að bæta gæði menntunar átta milljóna nemenda og gott betur því tíu milljónir nemenda njóta nú betri menntunar en áður þar sem kennarar hafa fengið þjálfun og vegna samstarfs við kennara og menntamálaráðuneyti um t.d. hegðunarreglur sem banna líkamlegar refsingar og aðrar meiðandi aðferðir.

72 milljónir barna eru nú án menntunar í heiminum og 39 milljónir þessara barna koma af stríðshrjáðum svæðum. Frá því að farið var af stað með Bætum framtíð barna árið 2006, hefur alhliða menntunaraðstoð á stríðshrjáðum svæðum aukist um 50 prósent og mannúðaraðstoð hefur tvöfaldast.
 
„Það er mikill heiður fyrir Barnaheill – Save the Children að hljóta þessa viðurkenningu á brautryðjendastarfi okkar í menntunarmálum,“ segir Tove Wang, formaður menntunarverkefnisins og framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children í Noregi. „Þetta er gríðarleg hvatning fyrir alla þá sem hafa unnið að þessu mikilvæga verkefni fram til þessa, sér í lagi fyrir starfsfólk okkar og samstarfsaðila sem vinna við mjög kr