Barnaheill ? Save the Children á Íslandi eiga ekki aðild að söfnun Herminator

Af gefnu tilefni vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi taka fram að fjársöfnun, í tengslum við golfmótið Herminator sem fram fer í Vestmanneyjum næstkomandi laugardag, rennur ekki til verkefna samtakanna eins og skilja mætti af auglýsingum og kynningum.

Af gefnu tilefni vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi taka fram að fjársöfnun, í tengslum við golfmótið Herminator sem fram fer í Vestmanneyjum næstkomandi laugardag, rennur ekki til verkefna samtakanna eins og skilja mætti af auglýsingum og kynningum.

Um er að ræða misskilning þar sem styrktarsjóður fyrir börn í Vestmannaeyjum er kynntur undir nafninu Barnaheill í Vestmannaeyjum. Samtökin Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa verið þekkt undir þessu nafni hér á landi í rúm 20 ár, þau eru skráð undir því sem félagasamtök og því er þessi misskilningur afar bagalegur.

Í ljósi þeirra fyrirspurna sem borist hafa, siðareglna sem samtökin starfa eftir og af virðingu við þá fjölmörgu styrktaraðila sem lagt hafa Barnaheillum – Save the Children á Íslandi í gegnum tíðina, er ekki annað hægt en ítreka að þessi söfnun Herminator tengist ekki samtökunum og mun ekki renna til verkefna þeirra.

Hægt er að gerast heillavinur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hér -  eða með því að hringja í síma 553 5900. Þá er hægt að styrkja starfsemi þeirra með frjálsum framlögum á bankareikning 0336-26-000058.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi lofa framtak Hermanns Hreiðarssonar og óska honum og styrktarsjóði fyrir börn í Vestmanneyjum alls góðs.