Barnaheill ? Save the Children á Íslandi fagna afmæli með IKEA

IKEA_30_araÍ tilefni 30 ára afmælis IKEA á Íslandi efnir verslunin til afmælisviku dagana 15.-21. september nk. Alla afmælisvikuna mun IKEA láta 30 krónur af hverri greiðslufærslu í verslun og á veitingastað renna til innlendra verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þannig getur almenningur með heimsókn í IKEA lagt sitt af mörkum til að standa vörð um mannréttindi barna á Íslandi.

IKEA_30_ara

Í tilefni 30 ára afmælis IKEA á Íslandi efnir verslunin til afmælisviku dagana 15.-21. september nk. Alla afmælisvikuna mun IKEA láta 30 krónur af hverri greiðslufærslu í verslun og á veitingastað renna til innlendra verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þannig getur almenningur með heimsókn í IKEA lagt sitt af mörkum til að standa vörð um mannréttindi barna á Íslandi.

Viðskiptavinir IKEA geta einnig farið nokkrum sinnum í röð til að greiða fyrir varning sinn og tryggt þannig að 30 krónur renni af hverri færslu til mikilvægra verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Hérlendis er áherslan á að standa vörð um réttindi barna, á þátttöku barna og á vernd barna gegn ofbeldi.

Það verður margt á boðstólum í afmælisviku IKEA, s.s. 30% afsláttur á ýmsum vörum, 30 metra afmælisterta, tilboðsverð á kjötbollum og fleiri réttum á veitingahúsi. Þá verður efnt til leiksins Helgarferð til IKEA, þar sem þrjú pör dvelja í IKEA helgina 17.-18. september og keppa sín á milli um 300 þúsund króna inneign í versluninni. Vinir IKEA á Íslandi á Facebook geta líka sótt um að fá að taka þátt í „Gyllta sexkantinum“, sem er að sjálfsögðu keppni í að setja saman IKEA-húsgagn.

Saga IKEA hófst í Smálöndum í Svíþjóð fyrir rúmum 80 árum og geta afmælisgestir kynnt sér merka sögu verslunarinnar í máli og myndum í afmælisvikunni. IKEA hefur haft þá stefnu að styrkja verðug málefni, sérstaklega þau er snúa að börnum. Um leið og Barnaheill – Save the Children á Íslandi árna versluninni heilla, þakka samtökin myndarlegan stuðning á liðnum árum.

Heimasíða IKEA: www.ikea.is