Barnaheill ? Save the Children óttast um öryggi barna í Indónesíu

_FI_0680_minniEkkert lát er á eldgosinu í Merapi og hafa samtökin aukið viðbúnað sinn til að reyna að vernda börn og fjölskyldur þeirra sem eru í bráðri hættu af völdum gossins.

_FI_0680_minniEkkert lát er á eldgosinu í Merapi og hafa samtökin aukið viðbúnað sinn til að reyna að vernda börn og fjölskyldur þeirra sem eru í bráðri hættu af völdum gossins.

Barnaheill – Save the Children hafa veitt fjölskyldum á flótta frá gosinu neyðaraðstoð en nú hefur verið ákveðið að auka enn við viðbúnað. Merapi eldfjallið hefur brennt þorp í nágrenni sínu til ösku. Heit aska og hraun hafa nú fallið á allt svæðið í grennd við fjallið í tvær vikur og virðist ekkert lát á. Yfirvöld vara við því að ár, sem stíflaðar eru af hrauni og braki, gætu valdið banvænum flóðum með litlum fyrirvara. Þó gefin hafi verið fyrirskipun um að rýma svæðið og ríflega 200 þúsund manns hafi haldið á brott, eru enn margir sem ekki hafa farið eða koma aftur á milli hviða.
 
„Barnaheill – Save the Children vita af fjölskyldum sem haldið hafa kyrru fyrir ásamt börnum sínum á svæðum sem íbúum hefur verið gert að rýma. Þær gera það til að gæta heimila sinna og eigna en þetta setur börnin í mikla hættu, ekki bara vegna eldgossins heldur einnig vegna lífshættulegrar öskunnar í andrúmsloftinu og vegna þeirrar ringulreiðar sem gæti skapast ef þessar fjölskyldur neyddust til að flýja í hasti,“ segir Lala Borja, framkvæmdastjóri landsdeildar Barnaheilla – Save the Children í Indónesíu. „Starfsfólk okkar reynir að ná til þessara fjölskyldna til að ræða um það hvernig best megi verja börnin þeirra. Þær eru sérstaklega hvattar til að flytja á öruggara svæði.“
 
Eldgosið í Merapi er eitt stærsta eldgosið sem orðið hefur í Indónesíu í meira en öld. Fjölskyldur hafa neyðst til að halda á brott og skipta ítrekað um verustað, sem eykur líkur á því að börn verði aðskilin frá þeim. „Við vitum af reynslu að slíkir fólksflutningar valda ringulreið. Börn geta ráfað af stað á viðkvæmum augnablikum eða annað foreldrið heldur að barnið sé með hinu foreldrinu og þau týna fjölskyldum sínum. Við erum að reyna að vekja fjölskyldur í bráðabirgðaskýlum til vitundar um þessa hættu,“ segir Borja.

Barnaheill – Save the Children hafa dreift ríflega 7100 hreinlætispökkum til fjölskyldna sem leitað hafa skjóls í bráðabirgðaskýlum. Samtökin hafa dreift 12000 öndunargrímum til barna í skólum í Boyolali héraðinu og 6000 grímum til fólks sem flutt hefur verið í búðir í öryggisskyni. Þá er verið að flytja viðbótargögn, svo sem segldúka, skólatjöld og -varning, frá birgðastöð &ia