Barnaheill - Save the Children á Íslandi í Reykjavíkurmaraþoni

S.20._maraon_dcp_3458Nú sem fyrr, geta hlauparar í Reykjavíkurmarþoni Íslandsbanka 21. ágúst nk. hlaupið til góðs með því að skrá sig fyrir Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Þá er hægt að heita á viðkomandi hlaupara og rennur upphæðin óskipt til samtakanna.

S.20._maraon_dcp_3458Nú sem fyrr, geta hlauparar í Reykjavíkurmarþoni Íslandsbanka 21. ágúst nk. hlaupið til góðs með því að skrá sig fyrir Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Þá er hægt að heita á viðkomandi hlaupara og rennur upphæðin óskipt til samtakanna.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í tuttugasta og sjöunda sinn 21. ágúst nk. Eins og fyrri ár geta hlauparar valið um að skrá sig sem hlaupara fyrir Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Þannig er hægt með auðveldum hætti að styðja við starfsemi samtakanna með því að heita á viðkomandi hlaupara.

Til að skrá sig sem hlaupara fyrir Barnaheill – Save the Children á Íslandi þarf einfaldlega að haka við í reitinn „Já, ég vil láta heita á mig á vef marathon.is”. Nafn hlauparans, vegalengd og valið góðgerðarfélag birtist þá á marathon.is og hver sem er getur heitið á hann upphæð að eigin vali. Ef hlaupari hefur þegar skráð sig en ekki valið góðgerðarfélag, er einfalt að breyta því með því að fara inn á „þínar síður“.

Til að heita á hlaupara, er farið inn á vef hlaupsins –
 https://skraning.marathon.is/pages/aheiteinstaklinga.

Barnaheill – Save the Children eru stærstu alþjóðlegu frjálsu félagasamtökin sem starfa í þágu barna. Framtíðarsýn okkar er heimur þar sem sérhvert barn hefur fengið uppfylltan rétt sinn til lífs, verndar, þroska og þátttöku.  Hlutverk okkar er að gjörbylta og bæta meðferð barna um allan heim og ná fram varanlegum breytingum til batnaðar á högum þeirra.