Barnaheill styðja sýrlensk börn

Stríðsástandið í Sýrlandi hefur nú varað í rúm sex ár. Ástandið hefur síst batnað á undanförnum mánuðum og átökin halda áfram. Hörmungarnar eru ólýsanlegar og réttindi barna eru brotin á degi hverjum.

IMG_9677 - Ahmad BaroudiStríðsástandið í Sýrlandi hefur nú varað í rúm sex ár. Ástandið hefur síst batnað á undanförnum mánuðum og átökin halda áfram. Hörmungarnar eru ólýsanlegar og réttindi barna eru brotin á degi hverjum.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa undanfarin ár stutt við sýrlensk börn í gegnum svokallaðan Svæðasjóð Save the Children vegna Sýrlands. Sjóðurinn veitir fjármagni til neyðarhjálpar og mannúðaraðstoðar vegna neyðarástandsins sem ríkir í Sýrlandi. Sjóðurinn var settur á stofn árið 2014 svo framlög frá meðlimum Save the Children víðsvegar að úr heiminum gætu nýst sem best og væri stýrt skipulega inn í þau verkefni sem samtökin standa fyrir á svæðinu.

Verkefni sem studd eru af sjóðnum er margs konar en áherslur hafa verið á eftirfarandi þætti:

• að útvega flóttamönnum lífsnauðsynjar á borð við mat, vatn, lyf og önnur neyðargögn

• að útvega börnum í flóttamannabúðum nauðsynleg námsgögn

• að koma á fót öruggum leiksvæðum fyrir börn

• að útbúa örugg námssvæði fyrir börn 36 | Blað Barnaheilla

• að koma á sálfræðilegum stuðningi við börn og fjölskyldur þeirra í flóttamannbúðum

Á síðasta ári veittu Barnaheill 20,6 milljón króna styrk með stuðningi frá Utanríkisráðuneytinu í Svæðasjóðinn. Styrkurinn var meðal annars nýttur í eftirfarandi verkefni:

SÝRLAND – DREYFING NAUÐSYNJAVARA

Save the Children hafa veitt mannúðaraðstoð í Al-Hassakeh í norðaustur Sýrlandi síðan 2014 og voru meðal fyrstu hjálparsamtaka sem settu þar upp varanlega starfstöð. Verkefni hennar eru meðal annars tengd menntun, barnavernd, fæðuöryggi og að útvega nauðsynjavörur (non-food items). Í starfsstöðinni starfa 65 manns, þar af 59 Sýrlendingar.Al-Hassakeh er eitt af fátækustu héruðum Sýrlands og hefur verið síðan löngu áður en átökin í landinu hófust. Svæðið hefur verið undirlagt átökum stríðandi fylkinga auk mikils straums flóttamanna frá Mosul og Ninewa í Írak vegna átaka þar. Ástandið er því skelfilegt fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Þau verkefni sem Svæðasjóðurinn hefur styrkt í Al-Hassakeh snúa að útvegun á nauðsynjavörum fyrir bæði sýrlensk börn og fjölskyldur þeirra sem og flóttamannafjölskyldur frá Írak. Búið var að útvega 500 pakkningar með nauðsynjavörum til fjölskyldna í Al Hole flóttamannab&uac