Stjórnvöld verða að bregðast við ábendingum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna

Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að gera opinbera og tímasetta áfangaáætlun þar sem fram kemur hvernig  og hvenær aðgerðaráætlun um stöðu barna og ungmenna verði hrundið í framkvæmd. Tekið verði fullt tillit til athugasemda barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem nýlega kynnti niðurstöður úttektar sinnar á stöðu barna á Íslandi.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að gera opinbera og tímasetta áfangaáætlun þar sem fram kemur hvernig  og hvenær aðgerðaráætlun um stöðu barna og ungmenna verði hrundið í framkvæmd. Tekið verði fullt tillit til athugasemda barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem nýlega kynnti niðurstöður úttektar sinnar á stöðu barna á Íslandi.

Í úttekt barnaréttarnefndar S.þ. á stöðu barna á Íslandi eru gerðar ýmsar athugasemdir við framkvæmd skuldbindinga barnasáttmála S.þ. hér á landi. Barnasáttmálinn var fullgiltur af íslenskum stjórnvöldum árið 1992 en enn hefur ekki tekist að binda hann í lög, einkum vegna þess að Ísland uppfyllir ekki 37. grein barnasáttmálans þar sem segir að ungmenni sem brjóta af sér og þurfa að sæta fangelsisrefsingu, eigi að vera aðskilin frá fullorðnum föngum.

Á Íslandi hafa verið gerðar tvær aðgerðaráætlanir, annars vegar um barnavernd og hins vegar um aðgerðir til að bæta stöðu barna og ungmenna. Sú síðarnefnda rennur út í lok þessa árs en enn hefur aðeins lítill hluti þessara áætlana komist til framkvæmdar. Brýnt er að úr því verði bætt, til að bæta og styrkja stöðu allra barna og ungmenna hér á landi. Þá telja Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Barnahjálp S.þ. – UNICEF á Íslandi að nauðsynlegt sé að hefja strax vinnu við nýja aðgerðaáætlun og að sú vinna taki fullt tillit til athugasemda barnaréttarnefndar S.þ.

Samtökin hvetja til þess að gerð verði opinber og tímasett áfangaáætlun sem tilgreinir hvernig og hvenær skuli hrinda einstökum aðgerðum áðurnefndrar aðgerðaáætlunar í framkvæmd. Ekki verður við það búið ár eftir ár, að aðgerðaráætlunum í þessum málaflokki sé ekki fylgt eftir nema að litlum hluta.

Sérstaklega er bent á eftirfarandi atriði úr úttekt barnaréttarnefndar S.þ.:

  • Ekki er starfandi varanlegur aðili/stofnun sem hefur umboð til að framkvæma samræmda innleiðingu á ákvæðum barnasáttmálans hér á landi. Nefndin mælir með því að ráðist verði í aðgerðir til að koma slíku varanlegu kerfi á fót, sem getur sinnt bæði ráðgefandi hlutverki sem og eftirlitshlutverki.
  • Ekki er til staðar einfalt kerfi fyrir börn til að leggja fram persónulegar kvartanir. Nefndin leggur til að Umboðsmanni barna verði gert kleift, með auknu fjármagni og mannafla, að taka að sér slíkt hlutverk.
  • Nefndin lýsir áhyggjum sínum af niðurskurði í heilbrigðis- og menntam&aa