Ben Stiller og Bulgari taka þátt í að bæta framtíð barna

 Í tilefni af 125 ára afmæli ítalska skartgripaframleiðandans Bulgari ákvað fyrirtækið í samvinnu við fræga leikara, að styrkja alþjóðasamtök Barnaheilla (Save the Children) með hönnun á sérstökum afmælishring. Á hringnum er merki samtakanna grafið inn í hringinn og mun hluti af sölu hans renna til verkefnis alþjóðasamtakanna Bætum framtíð barna (Rewrite the future), sem gengur út á að mennta börn í stríðshrjáðum löndum og þar sem átök hafa átt sér stað.

 Í tilefni af 125 ára afmæli ítalska skartgripaframleiðandans Bulgari ákvað fyrirtækið í samvinnu við fræga leikara, að styrkja alþjóðasamtök Barnaheilla (Save the Children) með hönnun á sérstökum afmælishring. Á hringnum er merki samtakanna grafið inn í hringinn og mun hluti af sölu hans renna til verkefnis alþjóðasamtakanna Bætum framtíð barna (Rewrite the future), sem gengur út á að mennta börn í stríðshrjáðum löndum og þar sem átök hafa átt sér stað.

Barnaheill á Íslandi taka virkan þátt í verkefninu Bætum framtíð barna og styðja við menntun barna m.a í Kambódíu og Norður Úganda, en Ben Stiller heimsótti einmitt Úganda nú á dögunum til þess að kynna sér störf samtakanna. sagði hann ma.:

 “ Ég heimsótti Úganda á þessu ári og sá með eigin augum hvað samtökin hafa áorkað miklu í þágu barna í neyð. Jafnvel á afskekktustu svæðum og fátækustu stöðunum sá ég börn sem voru spennt yfir því að fá tækifæri til að læra og kennara sem aðstoðuðu nemendur að ná takmarki sínu. Menntunarverkefni samtakanna Bætum framtíð barna (Rewrite the future) – sum á stöðum þar sem átök og stríð geysa - gefur börnunum von sem klárlega elska það tækifæri að fara í skóla og bæta framtíð sína og um leið samfélagið.”

Auk Ben Stiller styðja leikararnir Julianne More, Benicio Del Toro, Sting Willem Dafoe, Rosario Diorello, Gabrielle Muccino, Jason Lewis, Andy Garcia, Valeria Golino, Isabelle Rosselini, Sallyl Field, Hugh Jakchman og Terence Howard. Þetta samstarfsverkefni mun vera allt árið 2009 en auk hringsins er takmark Bulgari að safna 10 milljón evra fyrir lok ársins 2009.